Öflugir skjálftar í Krýsuvík: „Þetta er enginn stórskaði eins og er“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2022 20:17 Elías, eða Elli eins og hann er iðulega kallaður, er framkvæmdastjóri Krýsuvíkur. Vísir/Arnar Verulegar líkur eru taldar á eldgosi við Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum. Nýjar niðurstöður benda til þess að kvikugangur liggi mjög grunnt undir yfirborðinu. Ummerki skjálftahrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík og segir framkvæmdastjórinn þá hörðustu líkjast brotsjó. Í gærkvöldi og nótt mældist mikill fjöldi skjálfta yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga, og þó nokkrir yfir fjórum. Sá stærsti mældist fimm að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt, fimm kílómetra norð-norðaustur af Krýsuvík . Framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur segir skjálftana ekki fara fram hjá neinum þar. „Við erum nú ýmsu vanir eftir fyrri skjálfta og fyrri eldgos, en hann var ansi harður í nótt,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur. Líkja megi hörðustu skjálftunum við það að fá brotsjó á skip úti á miðju hafi. „Ótrúlegt hvað einhvern veginn er samt mikil ró yfir mannskapnum og húsið stendur þetta vel af sér.“ En þó húsið standi skjálftana af sér sýnir það engu að síður klár ummerki þeirra. Vinna við að laga skemmdir eftir síðustu skjálfta hafi verið farin af stað þegar hrinan hófst um helgina. „Þetta er enginn stórskaði eins og er, svo veit maður aldrei. Við sjáum það betur í rigningunni í vetur.“ Hlakkar ekki í Grindvíkingum Á undanförnum árum hafa Grindvíkingar fundið einna mest fyrir jarðskjálftum á Reykjanesskaganum. Það var þó ekki tilfellið í gærkvöldi og nótt, en skjálftar næturinnar fundust mun betur á höfuðborgarsvæðinu. „Það hlakkar ekkert í okkur við það að Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar finni fyrir þessum skjálfta, og við skiljum það vel, þó þeir séu kannski ekki eins snarpir og hjá okkur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, vill helst vera laus við allar jarðhræringar.Vísir/Arnar Samkvæmt eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands er greinileg gliðnun norðan Fagradalsfjalls, þar sem kvika treuður sér nú í efri lög jarðskorpunnar á svæðinu. Fannar vonast eftir aðdraganda að mögulegu gosi og sambærilegri staðsetningu og þegar gaus á síðasta ári. Hann er þó ekki hrifinn af því að tala um túristagos, enda augljósar hættur sem fylgi eldgosum svo nálægt byggð. „En ef þetta kemur upp á annað borð, eins rólegt og milt og þetta var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þannig að þetta er ekki alvont, en við vildum gjarnan vera laus við þetta allt saman. Það er ekki það.“ Líkurnar aukast Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. Veðurstofan greinir frá þessu en niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Innskotið nú er með fram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt mældist mikill fjöldi skjálfta yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga, og þó nokkrir yfir fjórum. Sá stærsti mældist fimm að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt, fimm kílómetra norð-norðaustur af Krýsuvík . Framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur segir skjálftana ekki fara fram hjá neinum þar. „Við erum nú ýmsu vanir eftir fyrri skjálfta og fyrri eldgos, en hann var ansi harður í nótt,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur. Líkja megi hörðustu skjálftunum við það að fá brotsjó á skip úti á miðju hafi. „Ótrúlegt hvað einhvern veginn er samt mikil ró yfir mannskapnum og húsið stendur þetta vel af sér.“ En þó húsið standi skjálftana af sér sýnir það engu að síður klár ummerki þeirra. Vinna við að laga skemmdir eftir síðustu skjálfta hafi verið farin af stað þegar hrinan hófst um helgina. „Þetta er enginn stórskaði eins og er, svo veit maður aldrei. Við sjáum það betur í rigningunni í vetur.“ Hlakkar ekki í Grindvíkingum Á undanförnum árum hafa Grindvíkingar fundið einna mest fyrir jarðskjálftum á Reykjanesskaganum. Það var þó ekki tilfellið í gærkvöldi og nótt, en skjálftar næturinnar fundust mun betur á höfuðborgarsvæðinu. „Það hlakkar ekkert í okkur við það að Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar finni fyrir þessum skjálfta, og við skiljum það vel, þó þeir séu kannski ekki eins snarpir og hjá okkur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, vill helst vera laus við allar jarðhræringar.Vísir/Arnar Samkvæmt eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands er greinileg gliðnun norðan Fagradalsfjalls, þar sem kvika treuður sér nú í efri lög jarðskorpunnar á svæðinu. Fannar vonast eftir aðdraganda að mögulegu gosi og sambærilegri staðsetningu og þegar gaus á síðasta ári. Hann er þó ekki hrifinn af því að tala um túristagos, enda augljósar hættur sem fylgi eldgosum svo nálægt byggð. „En ef þetta kemur upp á annað borð, eins rólegt og milt og þetta var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þannig að þetta er ekki alvont, en við vildum gjarnan vera laus við þetta allt saman. Það er ekki það.“ Líkurnar aukast Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. Veðurstofan greinir frá þessu en niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Innskotið nú er með fram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Sjá meira
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40
Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15