Fótbolti

Markalaust hjá Arnóri og félögum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Arnór Ingvi og félagar gerðu markalaust jafntefli.
Arnór Ingvi og félagar gerðu markalaust jafntefli. Andrew Katsampes/Getty Images

Arnór Ingvi Traustason spilaði síðustu sjö mínútur leiksins er lið hans, New England Revolution, gerði markalaust jafntefli við Toronto í MLS-deildinni í fótbolta í Boston í nótt.

Hvorugu liðanna tókst að setja mark sitt á leikinn en Arnór kom inn á sem varamaður á 83. mínútu. New England hefur átt misjöfnu gengi að fagna það sem af er tímabili en liðið situr í 9. sæti Austurdeildarinnar með 27 stig eftir 22 leiki.

Toronto hefur bætt rækilega við sig leikmönnum í sumar en liðinu hefur gengið erfiðlega að fóta sig. Ítalirnir Lorenzo Insigne og Federico Bernardeschi voru á sitt hvorum kantinum og þá var landi þeirra Domenico Criscito í vinstri bakvarðarstöðunni.

Liðið situr í 13. sæti, því næstneðsta í Austurdeildinni, með 23 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.