Innlent

„Skaflarnir upp að hnjám“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Snjó hefur kyngt niður víða á hálendinu. Til hægri sést landvörðurinn Hulda María, vel búin vegna veðursins.
Snjó hefur kyngt niður víða á hálendinu. Til hægri sést landvörðurinn Hulda María, vel búin vegna veðursins.

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og hefur gæsavatnaleið í Öskju verið lokuð í nokkurn tíma vegna snjóskafla. Gular viðvaranir eru í gildi á miðhálendi og austurlandi um helgina og varað við slæmu skyggni og hálku á fjallvegum. 

Skálaverðir í Drekagili sofnuðu í fínasta sumarveðri í gærkvöldi en ráku upp stór augu þegar þeir vöknuðu upp við snjókomu í morgun.

„Ég var að fá fréttir frá landverði sem er að ganga inn í Öskju núna og hann sagði að sums staðar væru skaflarnir upp að hnjám og við erum alveg á „nippinu“ að það sé jepplingafært upp eftir því það á að bæta í vindinn og þá er stutt í skafrenning og að það myndist skaflar á veginum. Við fylgjumst mjög vel með umferð og upplýsingagjöf á veginum núna,“ sagði Sigurður Erlingsson, landvörður í Drekagili.

Sigurður er landvörður í Drekagili.Aðsend

Tengdar fréttir

Snjókoma í júlí

Miðhálendið er í vetrarbúningi nú þegar júlí er að líða undir lok. Kyngt hafði niður snjó á hálendinu í nótt og gular viðvaranir eru í gildi á Austurlandi og miðhálendinu þessa helgina.

„Fórum að sofa og vöknum um vetur“

Snjó kyngdi niður á miðhálendinu í nótt og gular viðvaranir eru á svæðinu yfir helgina. Þegar skálaverðir í Drekagili vöknuðu hafði vetur skollið á um hásumar.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.