Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2022 15:04 Á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars síðastliðnum sló Will Smith Chris Rock utan undir eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hárlosi Jödu Pinkett-Smith. Getty/Neilson Barnard Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. Smith fer um víðan völl í myndbandinu og bregst við ýmsum spurningum fólks sem vöknuðu í kjölfar atviksins þar sem Will Smith óð upp á svið, sló Chris Rock utan undir og úthúðaði honum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Myndbandið hefst á því að Smith spyr „Af hverju baðstu Chris ekki afsökunar í þakkarræðunni?“ sem hann svarar sjálfur með því að segja að hann hafi verið í algjörri móðu á þessum tímapunkti. Hann segist hafa haft samband við Chris Rock sem hafi ekki enn viljað ræða við Smith um málið. Því næst biður hann Rock afsökunar og segir hegðun sína hafa verið óásættanlega og hann sé reiðubúinn til að ræða málin hvenær sem Rock vilji. Biður fjölskyldu Rock og sína eigin fjölskyldu afsökunar Smith biður einnig fleira fólk afsökunar í myndbandinu. Hann biður móður Chris Rock og fjölskyldu hans afsökunar og bætir við að hann hafi upprunalega ekki gert sér grein fyrir því hvað hann særði marga með gjörðum sínum. Smith segist jafnframt hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hugsa sinn gang og hann sjái algjörlega að sér. Í myndbandinu þvertekur Smith jafnframt fyrir að Jada Pinkett-Smith, eiginkona hans, hafi beðið hann um að bregðast við orðum Rock. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta skiptið sem Smith biðst afsökunar á kinnhestinum á Instagram, skömmu eftir atvikið birti Smith afsökunarbeiðni í textaformi á miðlinum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Smith fer um víðan völl í myndbandinu og bregst við ýmsum spurningum fólks sem vöknuðu í kjölfar atviksins þar sem Will Smith óð upp á svið, sló Chris Rock utan undir og úthúðaði honum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Myndbandið hefst á því að Smith spyr „Af hverju baðstu Chris ekki afsökunar í þakkarræðunni?“ sem hann svarar sjálfur með því að segja að hann hafi verið í algjörri móðu á þessum tímapunkti. Hann segist hafa haft samband við Chris Rock sem hafi ekki enn viljað ræða við Smith um málið. Því næst biður hann Rock afsökunar og segir hegðun sína hafa verið óásættanlega og hann sé reiðubúinn til að ræða málin hvenær sem Rock vilji. Biður fjölskyldu Rock og sína eigin fjölskyldu afsökunar Smith biður einnig fleira fólk afsökunar í myndbandinu. Hann biður móður Chris Rock og fjölskyldu hans afsökunar og bætir við að hann hafi upprunalega ekki gert sér grein fyrir því hvað hann særði marga með gjörðum sínum. Smith segist jafnframt hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hugsa sinn gang og hann sjái algjörlega að sér. Í myndbandinu þvertekur Smith jafnframt fyrir að Jada Pinkett-Smith, eiginkona hans, hafi beðið hann um að bregðast við orðum Rock. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta skiptið sem Smith biðst afsökunar á kinnhestinum á Instagram, skömmu eftir atvikið birti Smith afsökunarbeiðni í textaformi á miðlinum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith)
Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28