Fréttablaðið greinir frá þessu en þar segir að tilgangur umsvifanna sé meðal annars að Atlantshafsbandalagið fái aðstöðu til að hvíla áhafnir og birgja upp skip sín.
Engin skrifleg gögn eru til um málið samkvæmt Fréttablaðinu en nýráðinn sveitarstjóri Langanesbyggðar vildi ekki tjá sig um málið. Þá fengust engin svör frá utanríkisráðuneytinu.
Viljayfirlýsing um stórskipahöfn í Finnafirði var undirrituð fyrir nokkrum árum síðan og því yrði viðlegukanturinn viðbót við aðrar pælingar um nýtingu lands í firðinum.