Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2022 11:24 Þeir sem Teva hefur náð sátt við mega velja hvort þeir fái beinharða peninga eða hvort greiðslurnar fari í lyf sem koma í veg fyrir ofneyslu. Getty Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú. Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Undanfarin ár hafa sveitarfélög, ríki og ættir frumbyggja stefnt Teva vegna hlutverksins sem fyrirtækið lék í ópíóðafaraldrinum sem herjað hefur á Bandaríkin undanfarna áratugi. Teva er einn stærsti framleiðandi ópíóða í Bandaríkjunum. Undanfarin ár hefur fyrirtækið, auk flestra annarra lyfjaframleiðenda í Bandaríkjunum, þurft að greiða bæði einstaklingum og yfirvöldum ríkja og sveitarfélaga hundruð milljarða til að sleppa við að fara með málin fyrir dóm. Af þeim 585 milljörðum króna sem fyrirtækið þarf að greiða eru 550 milljónir dala sem fyrirtækið hefur þegar fallist á að greiða í bætur vegna dómsmála í San Francisco, Flórída, Vestur-Virginíu, Texas, Louisiana og Rhode Island. Samkvæmt fréttaumfjöllun New York Times um málið framleiddi Teva mun meira magn ópíóða en önnur þekktari fyrirtæki eins og til dæmis Johnson & Johnson. Framleiðsla Teva á ópíóðum var meðal annars ástæðan fyrir því að salan á OxyContin, ópíóðalyfinu sem þekktast er fyrir að hafa valdið ópíóðafaraldrinum, minnkaði. Með sáttasamningnum, sem Teva hefur náð, mun fyrirtækið greiða niður skuldina á næstu þrettán árum. Greiðslurnar munu fara í verkefni sem stuðla eiga að því að minnka skaðann sem hlotist hefur af ópíóðafaraldrinum. Hlutaðeigandi aðilar mega þá velja hvort þeir vilji fá greiðslurnar í formi beinharðra peninga eða hvort þær fari í að kaupa lyf, sem koma í veg fyrir ofneyslu. Íslenska lyfjafyrirtækið Actavis, sem rann inn í Teva frá Allergan árið 2016, var einn stærsti söluaðili ópíóða í Bandaríkjunum um árabil. Til þess að máli Teva nái lyktum þarf Allergan einnig að ná sáttum í sama máli en búist er við því að sættir náist fljótlega. Lögregluyfirvöld lyfjamála vestanhafs báðu Actavis að draga úr framleiðslu ópíóða árið 2012 og fjöldi dómsmála voru höfðuð gegn fyrirtækinu vegna framleiðslunnar. Fyrirtækið er nú í eigu Teva en þegar faraldurinn stóð sem hæst var það í eigu Björgólfs Thor. Þrátt fyrir beiðni bandaríska lyfjaeftirlitsins urðu stjórnendur Actavis ekki við henni og lýstu stjórnendur því yfir að þeir bæru ekki ábyrgð á misnotkun lyfjanna. Dómstólar í Bandaríkjunum hafa hins vegar komist að annarri niðurstöðu nú.
Lyf Bandaríkin Fíkn Tengdar fréttir Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07 Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51 Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Framleiðandi Oxycontins leystur upp og eigandinn greiðir milljarða Skiptaréttur í Bandaríkjunum lagði blessun sína yfir sátt sem lyfjafyrirtækið Purdue Pharma gerði við hóp ríkja og sveitarfélaga. Sáttin felur í sér að Sackler-fjölskyldan sem auðgaðist á ópíóíðafaraldrinum lætur af eignarhaldi sínu og greiðir milljarða til að glíma við faraldurinn. 2. september 2021 10:07
Sackler fjölskyldan gæti misst Purdue Pharma í dag Alríkisdómari mun í dag dæma hvort sáttasamningar milli lyfjaframleiðandans Purdue Pharma, nokkurra fylkja Bandaríkjanna og fjölda sveitarfélaga verði samþykktir af ríkinu. Fylkja- og sveitarstjórnirnar stefndu lyfjarisanum vegna ópíóðafaraldursins, sem hefur dregið hálfa milljón Bandaríkjamanna til dauða undanfarna tvo áratugi. 1. september 2021 14:51
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóíða faraldrinum Lyfjarisinn Purdue Pharma hefur gengist við sekt í dómsmáli í New Jersey og hefur þannig í fyrsta sinn formlega tekið ábyrgð á hlut sínum í ópíóíða-faraldrinum sem gengið hefur yfir Bandaríkin síðustu ár. 25. nóvember 2020 08:09