Lífið

Paul Sor­vino er látinn

Árni Sæberg skrifar
Sorvino varð 83 ára gamall.
Sorvino varð 83 ára gamall. Paul Bruinooge/Getty

Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas.

Fjölmiðlafulltrúi hans, Roger Neil, tilkynnti í gær að leikarinn hefði látist á heimili sínu í Indiana í Bandaríkjunum af náttúrulegum orsökum.

Dóttir Sorvinos, leikkonan Mira Sorvino, greindi einnig frá andláti föður síns á Twitter í gær. „Líf fyllt ást, gleði og visku með honum er búið. Hann var yndislegur faðir,“ segir hún.

Auk Miru lætur Sorvino eftir sig eiginkonuna Dee Dee og tvö önnur börn.

Sorvino gerði garðinn helst frægan í stórmynd Martins Scorsese Goodfellas þar sem hann fór með hlutverk mafíuforingjans Paulie Cicero. Þá lék hann í miklum fjölda kvikmynda og þáttaraða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×