Rússneski gasrisinn Gazprom hefur tilkynnt um enn eina lokunina á leiðslunni, í þetta skiptið til að gera við túrbínu. Leiðslan hefur verið keyrð á mun minni afköstum en möguleiki er á síðustu mánuði og á dögunum var alfarið skrúfað fyrir hana í tíu daga til að sinna viðhaldi, að sögn Rússa.
Þýsk stjórnvöld fullyrða að nú sé engin sérstök ástæða til að loka fyrir leiðsluna og að afsökun um bilaða túrbínu haldi ekki vatni. Zelenskí segir ljós að verið sé að gera Evrópubúum erfiðara fyrir að undirbúa sig undir veturinn og að litlar gasbirgðir eigi eftir að bitna illa á fátækustu íbúum álfunnar þegar fer að kólna.