Láta gott heita og gefa yngri hópum plássið: „Það hefur mikið gerst á þessum tíu árum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 20:00 Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins, segir baráttunni ekki lokið. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Forvarnarhópurinn Bleiki fíllinn hefur ákveðið að hætta störfum, tíu árum frá stofnun hans en Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum mun þess í stað taka þátt í átaki Ríkislögreglustjóra og Neyðarlínunnar þetta árið. Talskona hópsins segir tímabært að yngri aktívistar taki við en fólk geti áfram dreift boðskapi Bleika fílsins. Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna. Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hópurinn tók upprunalega til starfa árið 2012 og hefur hann einna helst verið bendlaður við Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, með það markmið að koma í veg fyrir nauðganir. Nú hefur hópurinn þó ákveðið að kveðja, í hið minnsta í núverandi mynd. „Við erum náttúrulega bara orðin lúin, þetta er búið að vera sami kjarninn núna í tíu ár. Við erum alveg til í að hugsa nokkrar hugmyndir sem hefur verið varpað fram en það þarf að breyta alla vega aðeins vinnufyrirkomulaginu,“ segir Jóhanna Ýr Jónsdóttir, talskona hópsins. Ýmislegt hafi breyst undanfarinn áratug, þar á meðal nokkrar metoo-bylgjur. „Það er rosalega skrýtið að hugsa til þess að þegar við vorum að byrja hvað landslagið var allt öðruvísi. Í dag þá er umræðan sem betur fer komin á fleiri fleti, þó að það sé langt í land, en það hefur mikið gerst á þessum tíu árum,“ segir Jóhanna. Aðeins nokkrir dagar eru í að Þjóðhátíð verði sett í fyrsta sinn í þrjú ár og því kom það einhverjum á óvart að hópurinn skyldi kveðja núna. Þjóðhátíðarnefnd tekur þó þátt í átakinu Verum vakandi í ár, sem Ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan standa fyrir. Rætt var við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, um átökin Verum vakandi og Góða skemmtun í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í mánuðinum en hægt er að horfa á innslagið í spilaranum hér fyrir neðan. Þá segir Jóhanna tímabært að yngri aktívistar taki við af eldri hópunum. „Þeirra reynsluheimur er annar en okkar, ég er til dæmis ein af þeim heppnu, ég ólst ekki upp í skugga internetsins og þetta er bara heimur sem ég skil ekki, þannig mér finnst bara gott að gefa þeim núna bæði plássið og hjálpa þeim af stað,“ segir hún. Þó að hópurinn verði ekki starfandi yfir verslunarmannahelgina verður varningur sem pantaður fyrir Þjóðhátíð í fyrra seldur til styrktar yngri hópum. Þá bendir Jóhanna á að margir eigi enn varning og geti haldið boðskapnum á lofti. „Þegar þau bera merkið þá eru þau að minna á að við viljum breytingar, við styðjum þolendur, við tökum ekki þátt í þögguninni, og þannig halda þau áfram að vera meðlimir hópsins,“ segir hún. Minna þá áfram á bleika fílinn í stofunni? „Já, við skulum ekki gleyma honum, hann er enn þá óþægilega stór og það þarf að fara að svona klára þetta,“ segir Jóhanna.
Þjóðhátíð í Eyjum Kynferðisofbeldi Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira