Leti frekar en kórónaveiru um að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júlí 2022 11:49 Skipuleggjendur komu ekki saman í ár til að skipuleggja Evrópumótið í Mýrarbolta. vísir/hafþór Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár um verslunarmannahelgina þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar hittust ekki til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32
Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04