Parhúsin á Fáskrúðsfirði tekin út af heimasíðu leigufélagsins Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 26. júlí 2022 21:01 Annað parhúsið sem um ræðir. Af heimasíðu leigufélagsins, Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra og stjórnarformaður Bríetar leigufélags segja parhús sem voru til leigu á vegum félagsins hafa verið tekin út af heimasíðu þess og verðlagningin verði skoðuð. Leiga parhúsanna var 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera. Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Í síðustu viku fjallaði Vísir um leiguupphæð parhúsanna á Fáskrúðsfirði. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðarbyggðar sagði þá í samtali við fréttastofu að hann ætti eftir að tala við Drífu Valdimarsdóttur framkvæmdastýru leigufélagsins vegna málsins. Jón Björn er varaformaður í stjórn leigufélagsins og á Fjarðabyggð þriggja prósenta hlut í félaginu. Í fyrri umfjöllun sagði Jón Björn um leiguupphæðina, „þetta er mjög há leiga.“ Sjá einnig: Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Merki leigufélagsins.Fengið af Facebook síðu félagsins. Ragnar Sigurðsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð furðar sig á því að leigufélagið komi inn á markað með þessum hætti og segist ekki skilja út í hvað málið sé komið. „Meginmarkmiðið hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þegar það ákveður að fara í þetta verkefni er að bjóða upp á íbúðir á viðráðanlegu verði, ef að það þýðir hærra verð en þegar er verið að bjóða upp á þá skil ég ekki alveg út í hvað við erum komin,“ segir Ragnar. Hann segir fáheyrt á þessu svæði að það sé verið að leigja út íbúðir á þessu verði. Ragnar segir málið ekki hafa komið á borð bæjarins en hann trúi ekki öðru en bæjarstjórinn muni taka málið upp á þeim vettvangi. Málið verði skoðað frekar Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastýra leigufélagsins staðfesti í samtali við fréttastofu að eignirnar tvær hafi verið teknar út af heimasíðu félagsins og sagði að stjórn þess myndi skoða málið frekar, „aðallega verðið já, og kannski framsetninguna á auglýsingunni og eitthvað meira,“ segir Drífa. Drífa segir það verða að koma í ljós hvort eignirnar verði settar inn á vefinn aftur í bráð, hún eigi þó frekar von á því en ekki sé hægt að sækja um þær í augnablikinu. „Það er allt óljóst enn þá,“ segir Drífa. Fermetraverðið sé ekki hátt Ásta Björg Pálmadóttir stjórnarformaður leigufélagsins segir að verðið verði skoðað með tilliti til landsvæðisins sem eignirnar eru á. „Við ætlum bara að fara yfir þetta verð, hvernig þetta var reiknað út og fara yfir sem sagt, þetta er náttúrulega alveg ljóst að þetta er hátt miðað við þetta landsvæði þó þetta sé kannski ekki hátt á fermeter,“ segir Ásta Ásta segir reiknilíkön vera notuð til þess að reikna út hvernig nýjar eignir geti staðið undir sér í rekstri, þó sem nærst núlli. „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið haft að leiðarljósi þegar þessi leiga var reiknuð út,“ segir Ásta. Aðspurð hvort félagið hafi ekki verið meðvitað um hversu hátt verðið var á svæðinu í kringum eignirnar áður en fjallað var um málið segist Ásta ekki getað svarað því. „Við eigum engar svona stórar eignir, svona ef ég á að nefna einhver dæmi þannig að kannski hefur það svona eitthvað truflað, ég veit það ekki.“ Ásta segir stjórnina ekki sinna útreikningum á leiguverði og bætir því við af ef horft sé á stærð eignarinnar sé fermetraverðið ekki hátt. „Svo ruglar líka útreikninginn að þarna eru bílskúrar,“ segir Ásta. Hún ítrekar að stjórnin þurfi að fara yfir málin með tilliti til þess hvort reiknilíkanið virki eins og það eigi að gera.
Fjarðabyggð Húsnæðismál Leigumarkaður Tengdar fréttir Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00 Mest lesið Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Leigja út parhús á 352 þúsund á mánuði á Fáskrúðsfirði Leigufélagið Bríet býður til leigu tvö parhús á Fáskrúðsfirði sem kosta 352 þúsund krónur á mánuði án hita og rafmagns. Á heimasíðu félagsins kemur fram að félagið sé óhagnaðardrifið. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir verðið mjög hátt. 20. júlí 2022 21:00