Innlent

Rúm­lega tuttugu létust í skyndi­flóðum í Íran

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá flóði í Íran í mars á þessu ári.
Frá flóði í Íran í mars á þessu ári. EPA/Abedin Taherkenareh

Alls létu 21 manns lífið í dag í skyndiflóðum í Fars-héraði í Íran. Í dag var mikil rigning á svæðinu og flæddi áin Roudbal yfir bakka sína.

Samkvæmt BBC átti flóðið sér stað við ána Roudbal eftir mikla rigningu í dag. Borgin Estabhan kom verst út úr skyndiflóðunum. 

Héraðsstjórinn í Fars, Yousef Kargar, segir í samtali við BBC að 55 manns hafi verið bjargað úr ánni eftir að vatn fór að flæða yfir bakka hennar.

Miklir þurrkar hafa verið í Íran seinustu áratugi og jarðvegurinn þar því orðinn ansi harður og á erfitt með að draga í sig vatn. Því eru skyndiflóð sem þessi að verða enn algengari þar í landi.

Rúmlega tuttugu manns létu lífið í dag.Rauði hálfmáninn


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×