Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2022 21:04 María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. Hún á og rekur safnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu. Berklahælið var stofnað 1927 þegar það geisuðu berklar á Íslandi, lífshættulegur smitsjúkdómur, sem lagðist aðallega á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. Dánartíðni var há og fólk sem lagðist á hælið átti ekki endilega von á því að útskrifast þaðan aftur. Á Hælinu er saga berklanna á Íslandi sögð, mjög falleg og vel uppsett sýning með miklum fróðleik. Þessi veggur vekur til dæmis mjög mikla athygli. „Hér er ég að reyna að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem létust úr berklum á tímanum 1911 þegar dánarorsakaskráning hófst til 1970 þegar við vorum hreinlega búin að útrýma þessum sjúkdómi hérna á landi og þetta eru 5.900 manns,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins í Kristnesi í Eyjafirði Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. „Ég hélt að maður hefði einhverjar smá hugmyndir hvað þetta væri en þegar ég fór að grafast um þetta þá er þetta svo þaggaður sjúkdómur, það er svo lítið rætt og ég skil það alveg þegar ég er búini að skoða þetta betur. Það var erfitt að fá vinnu ef maður var að flíka því eitthvað að maður hefði verið með berkla, það var erfitt að fá leigt húsnæði, það vildi engin leika við börnin þín, þetta hefur bara verið mjög erfitt, og fáfræði líka mikil,“ segir María. María segir að fólk sé enn að deyja víða um heim úr berklum. „Jú, jú, það deyja daglega fjögur þúsund manns úr berklum og þetta var ég svo hissa að uppgvöta. Ég hélt að þetta væri bara liðin tíð.“ Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands tengist safninu. „Já, það er hérna ein stofan, Svanhildarstofan, tileinkuð móður hans, sem glímdi við berkla. Ansi mögnuð sagan þeirra, sem við segjum hérna inn í Svanhildarstofu, það er ekki enn þá búin að vígja hana formlega, við erum enn þá að vinna í þessu,“ segir María alsæl með safnið sitt og aðsóknina að því. Heimasíða Hælisins Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Menning Ólafur Ragnar Grímsson Söfn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Berklahælið var stofnað 1927 þegar það geisuðu berklar á Íslandi, lífshættulegur smitsjúkdómur, sem lagðist aðallega á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. Dánartíðni var há og fólk sem lagðist á hælið átti ekki endilega von á því að útskrifast þaðan aftur. Á Hælinu er saga berklanna á Íslandi sögð, mjög falleg og vel uppsett sýning með miklum fróðleik. Þessi veggur vekur til dæmis mjög mikla athygli. „Hér er ég að reyna að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem létust úr berklum á tímanum 1911 þegar dánarorsakaskráning hófst til 1970 þegar við vorum hreinlega búin að útrýma þessum sjúkdómi hérna á landi og þetta eru 5.900 manns,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins í Kristnesi í Eyjafirði Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. „Ég hélt að maður hefði einhverjar smá hugmyndir hvað þetta væri en þegar ég fór að grafast um þetta þá er þetta svo þaggaður sjúkdómur, það er svo lítið rætt og ég skil það alveg þegar ég er búini að skoða þetta betur. Það var erfitt að fá vinnu ef maður var að flíka því eitthvað að maður hefði verið með berkla, það var erfitt að fá leigt húsnæði, það vildi engin leika við börnin þín, þetta hefur bara verið mjög erfitt, og fáfræði líka mikil,“ segir María. María segir að fólk sé enn að deyja víða um heim úr berklum. „Jú, jú, það deyja daglega fjögur þúsund manns úr berklum og þetta var ég svo hissa að uppgvöta. Ég hélt að þetta væri bara liðin tíð.“ Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands tengist safninu. „Já, það er hérna ein stofan, Svanhildarstofan, tileinkuð móður hans, sem glímdi við berkla. Ansi mögnuð sagan þeirra, sem við segjum hérna inn í Svanhildarstofu, það er ekki enn þá búin að vígja hana formlega, við erum enn þá að vinna í þessu,“ segir María alsæl með safnið sitt og aðsóknina að því. Heimasíða Hælisins Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Menning Ólafur Ragnar Grímsson Söfn Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira