Ólafur Ragnar Grímsson tengist Hælinu í Kristnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. júlí 2022 21:04 María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. Hún á og rekur safnið. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Eina læknisráðið var að veita sjúklingum gott húsaskjól, næringarríkan mat og frískt loft.“ Hér er verið að vitna í berklahælið á Kristnesi í Eyjafirði en þangað kemur fjöldi fólks til að skoða sýningu um sögu berklanna. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti kemur við sögu á safninu. Berklahælið var stofnað 1927 þegar það geisuðu berklar á Íslandi, lífshættulegur smitsjúkdómur, sem lagðist aðallega á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. Dánartíðni var há og fólk sem lagðist á hælið átti ekki endilega von á því að útskrifast þaðan aftur. Á Hælinu er saga berklanna á Íslandi sögð, mjög falleg og vel uppsett sýning með miklum fróðleik. Þessi veggur vekur til dæmis mjög mikla athygli. „Hér er ég að reyna að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem létust úr berklum á tímanum 1911 þegar dánarorsakaskráning hófst til 1970 þegar við vorum hreinlega búin að útrýma þessum sjúkdómi hérna á landi og þetta eru 5.900 manns,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins í Kristnesi í Eyjafirði Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. „Ég hélt að maður hefði einhverjar smá hugmyndir hvað þetta væri en þegar ég fór að grafast um þetta þá er þetta svo þaggaður sjúkdómur, það er svo lítið rætt og ég skil það alveg þegar ég er búini að skoða þetta betur. Það var erfitt að fá vinnu ef maður var að flíka því eitthvað að maður hefði verið með berkla, það var erfitt að fá leigt húsnæði, það vildi engin leika við börnin þín, þetta hefur bara verið mjög erfitt, og fáfræði líka mikil,“ segir María. María segir að fólk sé enn að deyja víða um heim úr berklum. „Jú, jú, það deyja daglega fjögur þúsund manns úr berklum og þetta var ég svo hissa að uppgvöta. Ég hélt að þetta væri bara liðin tíð.“ Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands tengist safninu. „Já, það er hérna ein stofan, Svanhildarstofan, tileinkuð móður hans, sem glímdi við berkla. Ansi mögnuð sagan þeirra, sem við segjum hérna inn í Svanhildarstofu, það er ekki enn þá búin að vígja hana formlega, við erum enn þá að vinna í þessu,“ segir María alsæl með safnið sitt og aðsóknina að því. Heimasíða Hælisins Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyjafjarðarsveit Menning Ólafur Ragnar Grímsson Söfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Berklahælið var stofnað 1927 þegar það geisuðu berklar á Íslandi, lífshættulegur smitsjúkdómur, sem lagðist aðallega á ungt fólk sem var þá tekið úr umferð og einangrað á berklahælum. Engin lyf voru til við berklum og komu ekki á markað fyrr en um miðja öldina. Dánartíðni var há og fólk sem lagðist á hælið átti ekki endilega von á því að útskrifast þaðan aftur. Á Hælinu er saga berklanna á Íslandi sögð, mjög falleg og vel uppsett sýning með miklum fróðleik. Þessi veggur vekur til dæmis mjög mikla athygli. „Hér er ég að reyna að heiðra minningu þeirra Íslendinga sem létust úr berklum á tímanum 1911 þegar dánarorsakaskráning hófst til 1970 þegar við vorum hreinlega búin að útrýma þessum sjúkdómi hérna á landi og þetta eru 5.900 manns,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins í Kristnesi í Eyjafirði Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson María fékk í vor Landstólpann frá Byggðastofnun en það er viðurkenning fyrir þá, sem hafa skarað fram úr í sínum verkefnum og störfum. „Ég hélt að maður hefði einhverjar smá hugmyndir hvað þetta væri en þegar ég fór að grafast um þetta þá er þetta svo þaggaður sjúkdómur, það er svo lítið rætt og ég skil það alveg þegar ég er búini að skoða þetta betur. Það var erfitt að fá vinnu ef maður var að flíka því eitthvað að maður hefði verið með berkla, það var erfitt að fá leigt húsnæði, það vildi engin leika við börnin þín, þetta hefur bara verið mjög erfitt, og fáfræði líka mikil,“ segir María. María segir að fólk sé enn að deyja víða um heim úr berklum. „Jú, jú, það deyja daglega fjögur þúsund manns úr berklum og þetta var ég svo hissa að uppgvöta. Ég hélt að þetta væri bara liðin tíð.“ Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands tengist safninu. „Já, það er hérna ein stofan, Svanhildarstofan, tileinkuð móður hans, sem glímdi við berkla. Ansi mögnuð sagan þeirra, sem við segjum hérna inn í Svanhildarstofu, það er ekki enn þá búin að vígja hana formlega, við erum enn þá að vinna í þessu,“ segir María alsæl með safnið sitt og aðsóknina að því. Heimasíða Hælisins Það er hægt að eyða löngum tíma á Hælinu við að skoða vistaverur, lesa sig til um berkla, sjá tæki og tól, sem notuð voru og fleira og fleira.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Eyjafjarðarsveit Menning Ólafur Ragnar Grímsson Söfn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira