Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 10:58 Sylvester Stallone hefur farið ófögrum orðum um feðgana og kvikmyndaframleiðendurna, Irwin og David Winkler, undanfarið. Getty/Daniel Zuchnik Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira