Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. júlí 2022 10:58 Sylvester Stallone hefur farið ófögrum orðum um feðgana og kvikmyndaframleiðendurna, Irwin og David Winkler, undanfarið. Getty/Daniel Zuchnik Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum. Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira
Það hafa komið út sex myndir um hnefaleikakappann knáa Rocky Balboa en auk þess að leika boxarann skrifaði Stallone handritið að fyrstu fimm myndunum og leikstýrði fyrstu þremur. Þrátt fyrir mikla aðkomu að gerð myndanna fékk Stallone aldrei hlut af réttindunum myndanna. Irwin Winkler á að baki langan framleiðsluferil í Hollywood en auk Rocky-myndanna hefur hann framleitt myndir á borð við Goodfellas og Raging Bull.Getty/Axelle/Bauer-Griffin En núna vill Stallone fá eitthvað fyrir sinn snúð. Af þessum sökum hefur Stallone farið mikinn á samfélagsmiðlum undanfarið um framleiðanda kvikmyndaseríunnar, hinn 93 ára Irwin Winkler. Á Instagram birti Stallone skopmynd af Winkler í formi snáks. Undir myndinni skrifar Stallone langan texta þar sem hann segist vilja fá „það litla sem hann á eftir af réttindum sínum.“ Þá segir Stallone í færslunni „þetta er sársaukafullt umræðuefni sem tærir sál mína, af því ég vildi skilja eitthvað eftir af Rocky fyrir börnin mín.“ Segir feðgana hæfileikalaus Stallone hefur ekki látið nægja að gagnrýna Irwin einan heldur hefur sonur hans, David Winkler, líka þurft að þola fúkyrðaflaum leikarans. Á Instagram birti Stallone mynd af bókarkápu The Arrangement, æviminningum David Winkler, sem Stallone segir vera verstu bók sem hann hafi lesið. Þá segir hann að ef fólk klári klósettpappírinn sinn geti það keypt bókina af því hún sé mjög „rakadræg“. Stallone lýsir David einnig sem „hræðilega hæfileikalausum“ syni hins „merkilega hæfileikalausa og sníkjudýrslega“ Irwin Winkler og að þeir væru verstu manneskjur sem hann hefði kynnst í kvikmyndaiðnaðinum.
Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Fleiri fréttir Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum Sjá meira