Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2022 11:56 Svona munu nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn líta út. Hugsanlega verður húsið einnig ný húsakynni utanríkisráðuneytisins. Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21