Innlent

Hefjast handa við fyrsta á­fanga Hlemm­torgs

Árni Sæberg skrifar
Rauðarárstíg verður lokað til suðurs frá Gasstöðinni, sem er til hægri á myndinni.
Rauðarárstíg verður lokað til suðurs frá Gasstöðinni, sem er til hægri á myndinni. Vísir/Vilhelm

Framkvæmdir á fyrsta áfanga Hlemmtorgsins svokallaða á Rauðarárstíg eru hafnar. Lokað hefur verið fyrir umferð á Rauðarárstíg frá Bríetartúni og þegar framkvæmdum lýkur verður vegurinn lokaður sunnan gömlu gasstöðvarinnar við Hlemm til frambúðar.

Í tilkynningu á vef Reykjavíkur að gert sé ráð fyrir að framkvæmdum við endurgerð lagna og á yfirborði göturýmis frá Bríetartúni að Gasstöðinni á Hlemmi ljúki vorið 2023.

Í verklýsingu segir að gatnamót við Bríetartún verði upphækkuð og akstursrými afmarkað með lágum tveggja og fjögurra sentímetra háum kantsteini. Gert sé ráð fyrir hönnun götu í einum fleti og að akstursrýmið verði hellulagt. Rauðarárstígur verði lokað til suðurs við Gasstöðina á Hlemmi og með snúningshring fyrir fólksbíla í botni götunnar. Rafhleðslustæði verði nyrst í götunni og sleppistæði fyrir leigubíla.

Þá verði aðkomusvæði íbúðarhúsa meðfram húsaröð við Rauðarárstíg þar sem útfæra má í samráði við húseigendur tröppur, gróðurkassa með klifurgróðri og hellusvæði. 

Gera má ráð fyrir nokkru raski af framkvæmdunum þar sem töluverð klöpp er í Rauðarárstíg og verktakanum Almaverk verður gefinn kostur á bæði sprengingum og fleygun. Gert er ráð fyrir hávaða á vinnutíma í um það bil þrjá mánuði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×