Innritunin gengið hægar en vonir voru bundnar við Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2022 10:00 Dagur B. Eggertsson er borgarstjóri en lætur af því starfi árið 2024. Vísir/Ragnar Borgarstjóri segir innritun yngstu barna á leikskóla ekki hafa gengið jafn vel og bundnar voru vonir við. Borgarstjórn hafði gefið það út að öll tólf mánaða börn og eldri fengju innritun næsta haust en það virðist ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og gefa lítið fyrir skýringar borgarfulltrúa. „Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum. Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
„Ég er búinn að biðja um stöðuna á innrituninni og á að fá uppfærða stöðu fljótlega upp úr verslunarmannahelgi,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í samtali við fréttastofu þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við óánægju foreldra með seinagang í inntrituninni. „Skóla- og frístundasvið hefur gefið það út að margt bendi til þess að við náum ekki eins hratt niður í aldri eins og við vorum að vonast eftir á þessu hausti. En við erum auðvitað að halda áfram á fullu að fjölga leikskólum og ráða leikskólakennara til að taka á móti börnum.“ Óásættanleg staða Kristín Tómasdóttir var hvöss í máli sínu þegar hún sakaði borgarfulltrúa um lygar í málefnum yngstu leikskólabarna í viðtali á Vísi fyrr í mánuðinum. Taldi hún óásættanlegt að grunnþjónusta líkt og skólamál væru í ólestri á meðan verið sé að opna sundlaugar og strætó á nóttunni. „Ég get alveg sett mig í hennar spor,“ segir Dagur. „Ég á fjögur börn sjálfur og gengið í gegnum þetta allt, dagforeldra, ungbarnaleikskóla og lengra fæðingarorlof. Þetta er bara veruleiki sem við viljum leggja að baki með því að vera að byggja upp í leikskólamálum og það erum við sannarlega að gera.“ Þessi uppbygging taki hins vegar tíma og taki á, á meðan. „Við erum á góðri leið með að brúa bilið en við skulum sjá hvað við náum langt á þessu hausti. Svo höldum við áfram að fjölga plássum í vetur. Við viljum gera vel í þessum málaflokki, það er alveg klárt.“ En var ekki hægt að búa betur í haginn og sjá þessa þróun fyrir, þegar vitað var hve mörg börn þyrftu pláss í haust? „Jú, fyrir tveimur árum ákváðum við að stórauka í átakið og stórfjölga þeim plássum sem við vorum að bæta við vegna þess að okkur sýndist Reykvíkingum vera að fjölga hraðar og fæðingum einnig í Covid. Það sem er að gerast akkúrat núna er að einstaka verkefni og innritanir á einstökum verkefnum eru að færast til í tíma. En eins og ég segi fáum við skarpari mynd af því eftir verslunarmannahelgi,“ segir Dagur að lokum.
Leikskólar Borgarstjórn Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49 Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Ætla að mæta með leikskólalaus börn á fundi borgarstjórnar Fögur fyrirheit borgarstjórnar, um að öll börn tólf mánaða og eldri fái leikskólapláss í haust, virðast ekki ætla að ganga eftir. Foreldrar eru langþreyttir á ástandinu og hóta því að mæta með börn sín á áhorfendapalla Ráðhússins á næsta fund borgarstjórnar. 8. júlí 2022 14:49
Ekki á leið í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótakerfinu Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri er allt annað en sáttur við hvernig í pottinn er búið í sjávarútvegsmálum landsins. Hann líkir kaupunum Síldarvinnslunnar á útgerðinni Vísi við senu úr Verbúðinni í nýjum pistli en kveðst ekki vera á leiðinni í landsmálin þrátt fyrir sterkar skoðanir á kvótamálunum. 14. júlí 2022 09:02