Rangt að ákveða að hljómsveitir séu ekki starfandi án þess að heyra í þeim Magnús Jochum Pálsson skrifar 17. júlí 2022 12:47 Elíza Newman segir tónlistarmannavalið á Rokk í Reykjavík lýsa gamaldags hugsunarhætti. Aðsent/samsett Elíza Geirsdóttir Newman segir rangt af skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík að ákveða að Kolrassa krókríðandi væri ekki starfandi án þess að tékka á því. Hún segir tónlistarmannaúrvalið á tónleikunum tímaskekkju og til að breyta karlastemmingu í rokki þurfi að gefa konum pláss. Elíza Geirsdóttir Newman, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún gagnrýndi Franz Gunnarsson, skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík, fyrir að lýsa því yfir að hljómsveitirnar Mammút og Kolrassa krókríðandi væru hættar. Þurfi að gefa konum tækifæri ef breyta eigi stemmingunni Hún segir í færslunni að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza segir Kolrössu krókríðandi hvergi nærri hætta, hljómsveitin hafi komið fram reglulega á undanförnum árum og fagni þrjátíu ára afmæli í ár sem eigi að halda upp á.Aðsent Hún bendir þá á að Kolrassa krókríðandi hafi komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár, þar á meðal á hátíðum á borð við Eistnaflug og Aldrei fór ég suður, í Hörpu og á fleiri tónleikum. Þá hafi þau komið fram á ótal mörgum stórum rokkhátíðum um allan heim þegar hljómsveitin starfaði erlendis, til dæmis á Leeds-hátíðinni á Englandi. Þá segir Elíza að „ef það á að breyta svona einstefnu karlastemmingu í rokkinu þá þarf að gefa þeim konum sem eru að spila, bæði minni og stærri böndum pláss til þess að vera með.“ Undir lok færslunnar segir hún að skipuleggjendur Rokks í Reykjavík hafi ekki talað við hljómsveitina né við Dúkkulísurnar eða Mammút sem væru allt starfandi hljómsveitir. Meinti ekki starfandi „í dag“ Franz Gunnarsson svarar færslu Elízu á Facebook. Í ummælunum segir hann að það hafi ekki verið haft eftir sér og búið væri að biðja blaðamann um leiðréttingu. Í skeyti sem Franz sendi á blaðamann í eftirmiðdaginn í gær sagðist hann vilja koma leiðréttingu á framfæri sem væri að „þar sem ég segi að hljómsveitirnar séu ekki starfandi (Mammút, Kolrassa o.s.frv.) þá var ég að meina í dag. Þessar sveitir eru í dvala en ekki hættar.“ Hann skrifar önnur ummæli undir færsluna þar sem hann segir „Að sjálfsögðu eruð hvorki þið né Mammút hætt þó svo lítið fari fyrir framkomu undanfarið. Vonandi breytist það þó sem fyrst.“ „Þetta er svolítið gamaldags“ Blaðamaður hafði samband við Elízu til að spyrja hana út í færsluna og þá sagðist hún hafa fundið sig knúna til að svara yfirlýsingum um að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi. Meðal þeirra hljómsveita sem Franz nefndi að væru ekki starfandi í dag væru Mammút en Elíza segir hana einmitt hafa verið mjög virka undanfarin ár.Aðsent Hún sagðist hafa séð ummæli Franz en sagði rök hans „falla um sjálf sig. Hvað með Ensími, Brain Police og Dr. Spock? Þetta eru allt hljómsveitir sem koma saman og fara í pásur, alveg eins og Kolrassa. Mammút hefur líka verið frekar virk hljómsveit yfirhöfuð síðastliðinn tíu ár.“ „Það eru auðvitað búnar að vera samkomutakmarkanir í tvö ár þannig að það er ekki búið að vera mikið tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ bætti hún við. Elíza segist ekki hafa neinn áhuga á rifrildum og að gagnrýnin sé ekki persónuleg. Þessi kynjahalli væri hins vegar ekki réttur og umræðan um það væri ekki málefnaleg. Hún segir að í dag eigi fleiri en bara karlar að taka þátt í viðburðum sem þessum. „Þetta er svolítið gamaldags,“ segir hún um skipulagið. Fólk þurfi að vinna heimavinnuna sína „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991,“ segir Elíza um stöðuna í rokkinu og samfélaginu. Í ljósi samfélagsbreytinga undanfarin ár segir Elíza að núna sé ekki lengur hægt að komast upp með svona bull af því fólk muni segja eitthvað. „Konur hafi í gegnum tíðina verið teknar meira fyrir fyrir að segja hlutina en núna fær maður meðbyr og er ekki bara settur út í horn. Það er breytt,“ segir hún. Elíza segir að í dag komist fólk ekki lengur upp með svona gamaldags hugsunarhátt eins og birtist í valinu fyrir Rokk í Reykjavík.Aðsent Elíza segist ekkert hafa á móti Franz né tónleikunum. Hún vilji bara að rétt sé rétt og að fólk vinni heimavinnu sína, heyri í hljómsveitum áður en það sé ákveðið að þær séu ekki starfandi. „Þetta er ekkert persónulegt en þetta er ekki eins og þetta ætti að vera í dag,“ segir Elíza. Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Elíza Geirsdóttir Newman, tónlistarkona og meðlimur í hljómsveitinni Kolrössu krókríðandi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hún gagnrýndi Franz Gunnarsson, skipuleggjanda tónleikanna Rokks í Reykjavík, fyrir að lýsa því yfir að hljómsveitirnar Mammút og Kolrassa krókríðandi væru hættar. Þurfi að gefa konum tækifæri ef breyta eigi stemmingunni Hún segir í færslunni að það sé „alveg nógu glatað að sjá ENGAR konur í auglýsingunni“ fyrir tónleikana en það þurfi að staldra við þegar skipuleggjendur séu farnir að ákveða hvaða hljómsveitir séu starfandi eða ekki og halda því fram að „flestar kvennahljómsveitir núna séu ekki nógu stórar til að spila þarna.“ Elíza segir Kolrössu krókríðandi hvergi nærri hætta, hljómsveitin hafi komið fram reglulega á undanförnum árum og fagni þrjátíu ára afmæli í ár sem eigi að halda upp á.Aðsent Hún bendir þá á að Kolrassa krókríðandi hafi komið fram á fjölda tónleika undanfarin ár, þar á meðal á hátíðum á borð við Eistnaflug og Aldrei fór ég suður, í Hörpu og á fleiri tónleikum. Þá hafi þau komið fram á ótal mörgum stórum rokkhátíðum um allan heim þegar hljómsveitin starfaði erlendis, til dæmis á Leeds-hátíðinni á Englandi. Þá segir Elíza að „ef það á að breyta svona einstefnu karlastemmingu í rokkinu þá þarf að gefa þeim konum sem eru að spila, bæði minni og stærri böndum pláss til þess að vera með.“ Undir lok færslunnar segir hún að skipuleggjendur Rokks í Reykjavík hafi ekki talað við hljómsveitina né við Dúkkulísurnar eða Mammút sem væru allt starfandi hljómsveitir. Meinti ekki starfandi „í dag“ Franz Gunnarsson svarar færslu Elízu á Facebook. Í ummælunum segir hann að það hafi ekki verið haft eftir sér og búið væri að biðja blaðamann um leiðréttingu. Í skeyti sem Franz sendi á blaðamann í eftirmiðdaginn í gær sagðist hann vilja koma leiðréttingu á framfæri sem væri að „þar sem ég segi að hljómsveitirnar séu ekki starfandi (Mammút, Kolrassa o.s.frv.) þá var ég að meina í dag. Þessar sveitir eru í dvala en ekki hættar.“ Hann skrifar önnur ummæli undir færsluna þar sem hann segir „Að sjálfsögðu eruð hvorki þið né Mammút hætt þó svo lítið fari fyrir framkomu undanfarið. Vonandi breytist það þó sem fyrst.“ „Þetta er svolítið gamaldags“ Blaðamaður hafði samband við Elízu til að spyrja hana út í færsluna og þá sagðist hún hafa fundið sig knúna til að svara yfirlýsingum um að hljómsveitin væri ekki lengur starfandi. Meðal þeirra hljómsveita sem Franz nefndi að væru ekki starfandi í dag væru Mammút en Elíza segir hana einmitt hafa verið mjög virka undanfarin ár.Aðsent Hún sagðist hafa séð ummæli Franz en sagði rök hans „falla um sjálf sig. Hvað með Ensími, Brain Police og Dr. Spock? Þetta eru allt hljómsveitir sem koma saman og fara í pásur, alveg eins og Kolrassa. Mammút hefur líka verið frekar virk hljómsveit yfirhöfuð síðastliðinn tíu ár.“ „Það eru auðvitað búnar að vera samkomutakmarkanir í tvö ár þannig að það er ekki búið að vera mikið tækifæri til að láta ljós sitt skína,“ bætti hún við. Elíza segist ekki hafa neinn áhuga á rifrildum og að gagnrýnin sé ekki persónuleg. Þessi kynjahalli væri hins vegar ekki réttur og umræðan um það væri ekki málefnaleg. Hún segir að í dag eigi fleiri en bara karlar að taka þátt í viðburðum sem þessum. „Þetta er svolítið gamaldags,“ segir hún um skipulagið. Fólk þurfi að vinna heimavinnuna sína „Það er fullt búið að gerast undanfarin tuttugu ár, eða ég hélt það allavega. En svo finnst mér ég vera komin aftur í Kaplakrika 1991,“ segir Elíza um stöðuna í rokkinu og samfélaginu. Í ljósi samfélagsbreytinga undanfarin ár segir Elíza að núna sé ekki lengur hægt að komast upp með svona bull af því fólk muni segja eitthvað. „Konur hafi í gegnum tíðina verið teknar meira fyrir fyrir að segja hlutina en núna fær maður meðbyr og er ekki bara settur út í horn. Það er breytt,“ segir hún. Elíza segir að í dag komist fólk ekki lengur upp með svona gamaldags hugsunarhátt eins og birtist í valinu fyrir Rokk í Reykjavík.Aðsent Elíza segist ekkert hafa á móti Franz né tónleikunum. Hún vilji bara að rétt sé rétt og að fólk vinni heimavinnu sína, heyri í hljómsveitum áður en það sé ákveðið að þær séu ekki starfandi. „Þetta er ekkert persónulegt en þetta er ekki eins og þetta ætti að vera í dag,“ segir Elíza.
Tónlist Jafnréttismál Tengdar fréttir Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Bílstjórinn fjórtán ára Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn fjórtán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Sjá meira
Ekki rétt að engar konur spili á umdeildum tónleikum Tónleikarnir Rokk í Reykjavík hafa vakið athygli vegna algjörs skorts á konum í hópi fjörutíu tónlistarmanna á auglýsingaplakati tónleikanna. Einn skipuleggjenda segir umræðuna bjagaða, það sé ekki rétt að engar konur komi fram á tónleikunum og að skipuleggjendur séu að vinna í því að bæta hljómsveitum með konum við. 16. júlí 2022 12:38