Faðir Elon Musk eignaðist annað barn með stjúpdóttur sinni Magnús Jochum Pálsson skrifar 15. júlí 2022 15:29 Musk staðfesti það í viðtali við Sun í vikunni að hann hefði eignast annað barn árið 2019 með stjúpdóttur sinni, hinni 35 ára Jönu Bezuidenhout. Cyrus McCrimmon/Getty Errol Musk, faðir Elon Musk, greindi frá því í vikunni að hann hefði eignast annað barn með Jönu Bezuidenhout, stjúpdóttur sinni. Stjúpfeðginin eignuðust soninn Elliot Rush árið 2017 og nú kom í ljós að þau eignuðust annað barn í leyni árið 2019. Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar. Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira
Hinn 76 ára Errol Musk staðfesti þetta í viðtali við The Sun á miðvikudag. Um þá yfirlýsingu sagði Errol að „eina ástæðan fyrir því að við erum á jörðinni er til að fjölga okkur.“ Musk sagði óléttuna hafa verið óvænta og að þau Jana byggju ekki lengur saman. Ástæðan fyrir því væri 41 árs aldursmunurinn milli þeirra en Jana er 35 ára. Hins vegar segir Musk að bæði börnin komi reglulega í heimsókn til hans til Pretoríu í suður-Afríku. Fréttirnar af þessu leynda barni koma stuttu eftir að það var greint frá því að Elon Musk, sonur Errol, hefði eignast tvíbura með stjórnenda hjá Neuralink, fyrirtæki sínu. Þeir tvíburar komu í heiminn nokkrum vikum eftir að Elon eignaðist annað barn með tónlistarkonunni Grimes. Í það heila á Elon tíu börn en Errol á aðeins færri, eða sjö. Stjúpfaðir barnsmóður sinnar frá því hún var fjögurra ára Errol Musk sem er suður-afrískur verkfræðingur giftist fyrstu eiginkonu sinni, módelinu Maye Haldeman Musk, árið 1970 og eignaðist með henni þrjú börn, þar á meðal Elon. Þau hjónin skildu 1979 og þá giftist hann ekkjunni Heide Bezuidenhout. Errol eignaðist tvö börn með Heide en hún átti einnig tvö börn fyrir. Annað þeirra var Jana og tók Errol þátt í að ala upp stjúpdótturina frá því hún var fjögurra ára gömul. Á endanum skildu Errol og Heide eftir átján ára hjónaband en þar með var sögunni ekki lokið. View this post on Instagram A post shared by Jana Bezuidenhout (@janaloves_life) Öllum að óvörum varð Jana ólétt eftir stjúpföður sinn árið 2017 þegar Elliot Rush kom í heiminn. Það varð til þess að Elon Musk skar á tengsl við föður sinn, brjálaður yfir óléttunni. Í viðtali við Rolling Stone sama ár sagði Elon að faðir sinn væri „hræðileg manneskja.“ Að sögn Errol voru hin börn hans einnig hneyksluð á þessari óvæntu óléttu og nú hefur komið í ljós að þau stjúpfeðginin hafi eignast annað barn tveimur árum síðar.
Bandaríkin Suður-Afríka Mest lesið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Lífið Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Lífið Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fleiri fréttir Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Þarf alltaf „eitthvað til að kjamsa á“ daginn eftir skaup Steinhissa á því að fyrsta barnið sé fyrsta barn ársins Fiðluleikari kærir Will Smith fyrir kynferðislega áreitni Áramótaheit landsmanna: Hætta að segja six-seven og lifa af Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Sjá meira