„Við lokum á nýnasista og rasista“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:56 1984 hýsir fjölda vefsíða, á Íslandi sem og erlendis. 1984.is Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem að endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira