Innlent

Sparkaði í konu og hundana hennar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Árásarmaðurinn var ósátt með að hundar árásarþola hafi pissað í beðin hans. 
Árásarmaðurinn var ósátt með að hundar árásarþola hafi pissað í beðin hans.  Vísir/Vilhelm

Lögreglu barst í dag tilkynning frá konu sem hafði orðið fyrir árás manns en hún segir árásarmanninn hafa sparkað í sig og hundana sína. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.

Árásarmaðurinn hafði kvartað við hundaeigandann yfir því að hundarnir væru að kasta af sér þvagi í blómaker sem tilheyrir fjölbýlishúsi. Eftir að þau ræddu saman fór maðurinn að sparka í konuna og hundana. Lögreglan rannsakar málið sem líkamsárás og brot á dýraverndunarlöggjöf.

Þá var einstaklingur á stolinni bifreið handtekinn í morgun en í bifreiðinni var þýfi ásamt fjármunum sem talið er að sé úr innbrotum sem framin voru í nótt. Hann var færður í fangageymslu og verður yfirheyrður.

Einstaklingur var handtekinn við Austurvöll eftir að lögreglu barst tilkynning um mjög ógnandi mann. Hann var vistaður í fangageymslu og lætur renna af sér þar.

Í austurbæ Reykjavíkur kom upp eldur í þvottavél og náði húsráðandi að slökkva eldinn með handslökkvitæki. Í dagbók lögreglu segir að það sé mikilvægt að eiga slík slökkvitæki þó þau séu lítil og geri lítið gegn miklum eldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×