Innlent

Karl Frí­manns­son nýr skóla­meistari MA

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Karl Frímannsson er nýr skólameistari MA.
Karl Frímannsson er nýr skólameistari MA. samsett

Karl Frímannsson er nýr skólameistari Menntaskólans á Akureyri. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra skipaði Karl Frímannsson í embætti skólameistara til fimm ára frá 1. ágúst.

Karl tekur við starfinu af Jóni Má Héðinssyni sem kveður nú skólann eftir 42 ára starf.

Á vef Stjórnarráðsins segir að Karl Frímannsson hafi starfað sem sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs Akureyrarbæjar undanfarin fjögur og hálft ár. Áður hafi hann meðal annars verið sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar og skólastjóri Hrafnagilsskóla í 13 ár. Þá starfaði hann í mennta- og menningarmálaráðuneytinu um skeið, bæði sem verkefnastjóri og aðstoðarmaður ráðherra. Karl hefur starfsheitið kennari og viðbótarmenntun í stjórnun.

Hæfnisnefnd utanaðkomandi sérfræðinga komst að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum hafi helst komið til álita til að gegna embættinu. Meðal þeirra var Karl Frímannsson sem mennta- og barnamálaráðherra mat hæfastan umsækjenda til að gegna embættinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×