Lífið

Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Eva Ruza stakk upp á því karmelisera hentur með eftirréttinum í Ísskápastríði. Með einhverri ótrúlegri lagni tókst henni að brenna hneturnar í fyrstu og annarri tilraun. 
Eva Ruza stakk upp á því karmelisera hentur með eftirréttinum í Ísskápastríði. Með einhverri ótrúlegri lagni tókst henni að brenna hneturnar í fyrstu og annarri tilraun.  Skjáskot Stöð 2

„Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. 

Gestir Gumma Ben og Evu Laufeyjar í síðasta þætti af Ísskápastríði voru gleðigjafarnir, vinirnir og uppistandararnir Hjálmar Örn og Eva Ruza og óhætt er að segja að mikið stuð hafi verið í eldamennskunni þetta kvöldið. 

Náttúrutalent í eldhúsinu

Þegar undirbúa átti eftirréttinn stakk Eva Ruza kokhraust og full sjálstrausts upp á því að karmelisera hnetur á pönnu og hafði Eva Laufey bullandi trú á nöfnu sinni í fyrstu.

„Já, það eru margir sem segja að ég sé náttúrutalent í eldhúsinu.“

Á meðan þær nöfnur gleymdu sér svo í spjallinu brann sykurinn hressilega við með þeim afleiðingum að rjúka fór úr pönnunni og brunakerfið í stúdíóinu fór af stað.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu úr þættinum.

Klippa: Brunabjöllur og brjálæði í Ísskápastríði: Ertu að kveikja í?

Þættirnir Ísskápastríð eru sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum en alla þættina má einnig nálgast á Stöð 2+.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×