Lokun Olís á Skagaströnd: Fólk að missa spil úr stokknum Atli Ísleifsson skrifar 8. júlí 2022 14:30 Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, segir mikilvægt að húsið verði ekki látið drabbast niður, enda að finna í hjarta þorpsins. Skagaströnd/Já.is „Þetta er auðvitað sorglegt og hundleiðinlegt. Fólki hérna á Skagaströnd líður svolítið eins og það sé að missa spil úr stokknum.“ Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi. Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Þetta segir Halldór G. Ólafsson, oddviti sveitarstjórnar Skagastrandar, um fyrirhugaða lokun þjónustumiðstöðvar Olís á Skagaströnd, en til stendur að breyta stöðinni í sjálfsafgreiðslustöð. Olís tilkynnti á dögunum að þjónustustöðvum félagsins á Skagaströnd, í Ólafsfirði og í Fellabæ yrði lokað og stöðvunum breytt í ÓB-sjálfsafgreiðslustöðvar. „Þeir bera fyrir sig rekstrarvandræði, en þarna má segja að um 75 ára sögu BP og síðar Olís ljúki hérna á Skagaströnd. En það hafa tveir nýir veitingastaðir opnað á Skagaströnd á undanförnum árum svo menn eru kannski að missa tekjur af sölu á hamborgurum og pylsum. Svo er kjörbúðin auðvitað líka opin sjö daga vikunnar,“ segir Halldór. En verður þá ekki hægt að fá sér eina með öllu á Skagaströnd eftir þessa lokun? „Ekki eins og staðan er í dag, en við vonum auðvitað að einhver sjái sér þarna leik á borði og fylli upp í það gat á markaðnum,“ segir Halldór. Hafa safnast saman við Olís á morgnana Halldór segir ennfremur að þjónustumiðstöðin hafi verið eins konar félagsmiðstöð fyrir suma. Þannig hafi hópur eldri manna mætt á bílum sínum marga daga vikunnar fyrir opnun klukkan níu til að fá sér morgunkaffið. Sömuleiðis hafi þetta verið miðstöð fyrir iðnaðarmenn í kaffitíma. „Það er líka mikilvægt að þetta hús standi ekki bara autt og verði látið drabbast niður. Þetta stendur hérna í hjarta þorpsins og við viljum auðvitað ekki að hús í niðurníðslu taki á móti fólki,“ segir Halldór. Hann segir að fulltrúar Olís hafi sagt að félagið ætli sér að áfram þjónusta höfnina og bíla í kringum Skagaströnd þar sem sérstakur umboðsmaður verði á svæðinu. Harma ákvörðun Olís Í fundargerð sveitarstjórnar Skagastrandar frá í upphafi mánaðar er bókað að sveitarstjórn harmi þá ákvörðun Olís að loka þjónustustöð fyrirtækisins. „Ljóst er að ákvörðunin leiðir til mikillar þjónustuskerðingar við íbúa og fækkunar starfa í sveitarfélaginu.“ Ennfremur segist sveitarstjórn vonast til að nýir rekstraraðilar muni starfrækja rekstur í húsnæðinu og að gott samstarf verði við Olís um að finna húsinu nýjan tilgang og að skilið verði við mannvirkið í viðunandi ástandi.
Skagaströnd Bensín og olía Verslun Byggðamál Tengdar fréttir Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Olís hyggst loka þremur þjónustustöðvum Þjónustustöðvum Olís á Skagaströnd, Ólafsfirði og í Fellabæ verður breytt í ÓB sjálfsafgreiðslustöðvar. Bæjarráð Fjallabyggðar hefur lýst yfir vonbrigðum með lokun þjónustustöðvar í Ólafsfirði og hefur óskað eftir fundi með Olís. Fyrirtækið ætlar á næstu árum að fækka þjónustustöðvum sínum og stækka þær sem verða eftirstandandi. 7. júlí 2022 07:24