Innlent

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum Bylgjunnar greinum við frá mannbjörg þegar eldur kom upp í smábáti á Breiðafirði í morgun. Eini skipverjinn kom sér sjálfur í björgunarbát.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands berst fyrir pólitísku lífi sínu þessar klukkustundirnar eftir að tæplega tuttugu ráðherrar og embættismenn Íhaldsflokksins hafa sagt af sér embætti vegna ítrekaðra hneykslismála innan flokksins og ríkisstjórnarinnar.

Dæmi eru um að lífeyrissjóðir veiti eingöngu verðtryggð lán til húsnæðiskaupa en meirihluti lána sjóðanna eru verðtryggð. Lántakendur mega búast við miklum hækkunum á höfuðstól lánanna með aukinni og vaxandi verðbólgu undanfarna mánuði.

Rússar gerðu stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir og bæi um alla Úkraínu í gærkvöldi og nótt. Þeir sækja nú hart fram í Donetsk héraði þar sem héraðsstjórinn hefur hvatt íbúana til að flýja í vesturátt.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu 12. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.