Innlent

Átta­tíu ár liðin frá mesta sjó­slysi við Ís­lands­strendur

Atli Ísleifsson skrifar
Minnismerkið í Stigahlíð var vígt við hátíðlega athöfn 5. júlí 2014.
Minnismerkið í Stigahlíð var vígt við hátíðlega athöfn 5. júlí 2014. Bolungarvíkurkaupstaður

Áttatíu ár eru í dag liðin frá mesta sjóslysi við Íslandsstendur þegar um 240 manns fórust við það að skipalestin QP-13 sigldi í þoku inn í belti tundurdufla sem hafði verið lagt til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Atburðarins er minnst á heimasíðu Bolungarvíkurkaupstaðar, en minnisvarði um slysið er að finna við Stigahlið í Bolungarvík. Sjá má slysstaðinn þaðan sem minnisvarðinn stendur.

„Þann 5. júlí 1942, í miðri heimsstyrjöldinni síðari, sigldi skipalestin QP-13, á leið frá Murmansk í Rússlandi til Hvalfjarðar, í belti tundurdufla sem lagt hafði verið til varnar óvinaskipum norður af Aðalvík á Vestfjörðum.

Sex skip fórust, breskt herskip, fjögur bandarísk kaupskip og eitt sovéskt kaupskip og með þeim um 240 manns, karlar, konur og börn. Telst þetta vera mesta slys á sjó í Íslandssögunni.

  1. H.M.S. Niger (UK)
  2. Heffron (USA)
  3. Hybert (USA)
  4. John Randolph (USA)
  5. Massmar (USA)
  6. Rodina (USSR)

Um 250 manns var bjargað úr sjónum við erfiðar og hættulegar aðstæður. Þar af vann lítið franskt herskip það einstæða afrek að bjarga um 180 manns og má telja það eitt mesta björgunarafrek Íslandssögunnar,“ segir á vef Bolungarvíkur.

Minnismerkið var vígt við hátíðlega athöfn 5. júlí 2014.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×