Innlent

Sara Elísa­bet endur­ráðin sveitar­stjóri Vopna­fjarðar­hrepps

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sara Elísabet Svansdóttir tók fyrst við embætti sveitarstjóra árið 2020.
Sara Elísabet Svansdóttir tók fyrst við embætti sveitarstjóra árið 2020. Vísir/Vilhelm

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum þann 30. júní síðastliðinn að Sara Elísabet Svansdóttir yrði ráðin sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps frá 2022 til ársins 2026.

Sara tók við tímabundinni ráðningu til starfs sveitarstjóra þann 20. maí 2020 og gilti sú ráðning út kjörtímabilið en hún tók við af Þór Steinarssyni sem lét af störfum í febrúar sama ár.

Sara Elísabet er 40 ára gömul, með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík og B.Sc. gráðu í vélaverkfræði og M.Sc. gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. 


Tengdar fréttirAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.