Innlent

Arnór skipaður for­stöðu­maður úr­skurðar­nefndar um­hverfis- og auð­linda­mála

Bjarki Sigurðsson skrifar
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið er til húsa í Skuggasundi 1.
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið er til húsa í Skuggasundi 1. Já.is

Arnór Snæbjörnsson hefur verið skipaður forstöðumaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála til næstu fimm ára af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Guðlaugi Þór Þórðarsyni.

Embætti forstöðumanns var auglýst í febrúar síðastliðnum og sóttu sjö um stöðuna. Arnar hefur sinnt margþættum störfum á vegum íslenskra stjórnvalda og er meðal annars stundakennari við Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Arnór Snæbjörnsson.Stjórnarráðið

Hann lauk embættisprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 og öðlaðist réttindi sem héraðsdómslögmaður tveimur árum seinna. Hann starfaði frá 2012 til 2020 hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, fyrst sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis en árið 2018 var hann gerður að yfirlögfræðingi á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar og settur skrifstofustjóri skrifstofunnar tímabundið.

Hann lauk meistaraprófi í sagnfræði frá HÍ árið 2015 og er með diplómapróf í hafrétti. Þá hefur hann stundað meistaranám í stjórnun og stefnumótun í við Háskóla Íslands.

Arnór hefur verið í stjórn Hafréttarstofnunar frá árinu 2016 og starfar í dag sem lögfræðingur í matvælaráðuneytinu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.