Fjárfestar haldi fyrstu kaupendum frá fasteignamarkaði Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 14:10 Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta eiga greiða leið inn á fasteignamarkað á kostnað fyrstu kaupenda. Bylgjan Elvar Guðjónsson, fasteignasali, segir fjárfesta halda nýjum kaupendum frá fasteignamarkaðnum. Fjárfestar eigi of auðvelt með að kaupa sér fleiri fasteignir á kostnað nýrra kaupenda og seðlabankastjóri hafi gert fasteignamarkaðinn enn ójafnari með því að hækka vexti og lækka lánshlutfall. Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Þetta sagði Elvar, sem er löggiltur fasteignasali hjá Valborgu fasteignasölu, í viðtali við umsjónarmenn Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Hann segir stöðuna á íslenskum fasteignamarkaði mjög ójafna og þar halli mikið á fyrstu kaupendur. Undanfarnar vikur hefur hann verið að aðstoða son sinn við að kaupa sér fasteign og yfir þetta tímabil hafi hann séð ákveðið mynstur. Fyrstu kaupendur komust ekki að af því fjárfestar gátu yfirboðið og staðgreitt fasteignir. Seðlabankastjóri geri illt verra Elvar segir að síðastliðna þrjá mánuði sé búið að innleysa sjö milljarða í verðbréfasjóðum og telur hann að hver einasta króna í þessum sjóðum hafi farið í að kaupa fasteignir. Þannig væru einstaklingar að leysa út peninga sína úr verðbréfum til að binda þá í fasteignum sem væru að seljast á yfirverði. „Þegar þetta er að gerast mætir Seðlabankastjóri á hvítum hesti og segist ætla að bjarga fasteignakaupendum, hækka vexti og lækka lánshlutfall fyrir fyrstu kaupendur, sem komust ekki að hvort eð er,“ segir Elvar. Þá segist Elvar hafa séð það snemma að þessar eignir væru að fara að mestu leyti til fjárfesta. Það væri ljóst þegar maður sæi að eignirnar hafi selst á yfirverði og þær hafi verið staðgreiddar. Fyrstu kaupendur væru ekkert að staðgreiða fyrstu eignir, þeir þyrftu 80 til 90 prósenta lán. „Þetta var orðinn ójafn leikur og mér finnst seðlabankastjóri hafa gert hann enn ójafnari með nýjustu vendingum,“ segir Elvar og bætir við að það sé mikilvægt að Seðlabankinn viðhaldi jafnvægi af því það væri svo vont að búa í samfélagi þar sem forsendur breytist á skömmum tíma. Fjármagnstekjuskattur af leigutekjum of lítill „Þessi leikur verður enn ójafnari með því að fyrstu kaupendum er ýtt til hliðar með því að lækka lánshlutfallið og hækka vextina þannig að það eru færri þeirra sem komast að. Leikurinn er gerður auðveldari fyrir fjárfesta af því þeir eru ekki lengur að bítast um eignirnar við fyrstu kaupendur.“ Aðspurður hvernig væri hægt að bæta úr þessu sagði Elvar að það væri snúið verkefni. Eina stýritækið sem seðlabankinn hafi væri að hækka og lækka vexti, hann gæti ekki gert neitt annað. Til þess að stöðva þessa þróun telur Elvar þurfa að breyta því að þeir sem séu að leigja út fasteignir þurfi ekki að borga nema 11 prósent fjármagnstekjuskatt. „Það eru hvergi lægri skattar á neinar tekjur en leigutekjur.“ Elvar telur mögulega lausn við þessu væri að hækka fjármagnstekjuskatt á leigutekjur eða þá að setja takmörk á það hvað fólk má eiga mikið af eignum í útleigu. Of háir vextir stærsta vandamál fasteignamarkaðarins Þá segir Elvar að of háir vextir séu engin nýlunda á íslenskum fasteignamarkaði og þeir hafi raun alltaf verið of háir. „Vextir á íslenskum fasteignamarkaði hafa alltaf verið alltof háir. Að hluta til er það vegna þess að fjárfestar hafa verið ofaldir á því að þeir hafa ekkert þurft að taka mikla áhættu til að fá góða ávöxtun af því vextir hafa alltaf verið svo háir.“ „Menn hafa í gegnum tíðina getað sett peningana sína í banka, ávaxtað þá vel þar og þar af leiðandi þurfa bankarnir að krefjast hærri vaxta á móti. Þetta hefur verið langlangtstærsta vandamál fasteignamarkaðarins, frá upphafi nánast, alveg frá 1989 þegar Ólafslögin voru sett og verðtryggingin var sett á,“ segir Elvar. Hlusta má á viðtalið við Elvar í heild sinni í spilaranum að neðan.
Fasteignamarkaður Seðlabankinn Reykjavík síðdegis Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira