Innlent

Hulda Elsa og Ás­geir Þór skipuð að­stoðar­lög­reglu­stjórar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Ásgeir Þór Ásgeirsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir eru nýir aðstoðarlögreglustjórar.
Ásgeir Þór Ásgeirsson og Hulda Elsa Björgvinsdóttir eru nýir aðstoðarlögreglustjórar. Vísir/Vilhelm

Hulda Elsa Björgvinsdóttir hefur verið skipuð aðstoðarlögreglustjóri á ákærusviði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri á löggæslusviði sama embættis.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins en auk Huldu sótti einn annar um hennar embætti. Matsnefnd taldi þau bæði vera jafn hæf til að hljóta skipunina. Fjórir aðrir sóttu um embætti Ásgeirs en einungis einn annar var talinn vera jafn hæfur.

Hulda hefur lokið embættisprófi frá lagadeild Háskóla Íslands og er með héraðsdómslögmannsréttindi. Hún hefur frá árinu 2017 verið staðgengill lögreglustjóra og tvisvar verið settur lögreglustjóri.

Ásgeir hóf störf hjá lögreglunni árið 1989 og hefur síðan árið 2017 starfað sem yfirlögregluþjónn á löggæslusviði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×