Fótbolti

Hollendingar tryggðu íslensku stelpunum í það minnsta sæti í umspili

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Holland vann öruggan sigur gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld.
Holland vann öruggan sigur gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images

Holland vann öruggan 3-0 sigur er liðið tók á móti Hvíta-Rússlandi í C-riðli okkar Íslendinga í umspili HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi.

Sigurinn þýðir að íslensku stelpurnar geta ekki endað neðar en í öðru sæti riðilsins, en annað sætið gefur sæti í umspili um laust sæti á HM. Sigurinn þýðir einnig að framundan er hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins þegar íslenska liðið sækir það hollenska heim í byrjun september.

Hollenska liðið byrjaði af krafti í leik kvöldsins og Jill Roord, samherji Sveindísar Jane Jónsdóttur hjá Wolfsburg, kom liðinu í forystu strax á 13. mínútu leiksins.

Það var svo Aniek Nouwen sem tvöfaldaði forystu Hollendinga eftir tæplega klukkutíma leik áður en Lineth Beerensteyn, sem leikur með Íslendingaliði Bayern München, gulltryggði 3-0 sigur Hollands með marki á 85. mínútu.

Hollendingar sitja nú á toppi C-riðils með 17 stig þegar liðið á einn leik eftir. Sá leikur er einmitt gegn Íslandi í september, en íslensku stelpurnar eru tveimur stigum á eftir þeim hollensku, en eiga einn leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×