Strætó og Hopp vilja sameina krafta sína Snorri Másson skrifar 1. júlí 2022 08:16 Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir. Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54