Innlent

Tveir skjálftar norð­vestur af Gjögur­tá

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skjálftinn reið yfir norðurvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu.
Skjálftinn reið yfir norðurvestur af Gjögurtá á Tjörnesbrotabeltinu. Vísir/Jóhann

Tveir skjálftar urðu um sautján kílómetra norðvestur af Gjögurtá. Fyrri skjálftinn mældist 2,7 stig en sá seinni 3,2 stig.

Seinni skjálftinn fannst á Siglufirði samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Fleiri eftirskjálftar hafa einnig mælst.

Fyrir tæpum mánuði síðan skalf jörð einnig nálægt Gjögurtá, þá mældist einn skjálfti 3,5 að stærð og annar 4,1 að stærð.

Skjálftarnir urðu þar sem má sjá grænu stjörnuna.Veðurstofa Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.