Fótbolti

Gleðin við völd þegar EM-ferðalagið hófst

Sindri Sverrisson skrifar
Það er oftast stutt í hláturinn hjá leikmönnum íslenska landsliðsins þegar stund er milli stríða.
Það er oftast stutt í hláturinn hjá leikmönnum íslenska landsliðsins þegar stund er milli stríða. Isavia

Það var létt yfir mannskapnum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hélt af landi brott í morgun vegna Evrópumótsins sem fram fer í Englandi 6.-31. júlí.

Stelpurnar voru kvaddar með viðhöfn á Keflavíkurflugvelli með hvatningarorðum á skjám í innritunarsalnum, rauðum dregli, fánum og lófaklappi.

Sandra Sigurðardóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir fremstar í flokki á leið landsliðsins um flugstöðina.Isavia

Förinni var þó ekki heitið beint til Englands heldur til Berlínar, eftir stífar æfingar á Íslandi undanfarna viku. Liðið mun halda áfram að undirbúa sig fyrir EM í æfingabúðum í Þýskalandi auk þess að spila vináttulandsleik gegn Póllandi á miðvikudaginn, í bænum Grodzisk Wielkopolski.

EM-hópur Íslands við brottförina frá Keflavíkurflugvelli.Isavia

Förinni er svo heitið til Englands 6. júlí, sama dag og mótið hefst, og verður landsliðið með bækistöðvar sínar í Crewe. Fyrsti leikur Íslands á EM er svo gegn Belgíu í Manchester 10. júlí, því næst mætir liðið Ítalíu á sama stað 14. júlí, og svo Frakklandi í Rotherham 18. júlí. Tvö þessara liða komast áfram í 8-liða úrslit.

Stelpurnar á leið eftir rauða dreglinum, framhjá listaverki Errós.Isavia

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, er með íslenska hópnum í för og birti mynd af hópnum við brottförina, og ljóst að gleðin var við völd.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×