Innlent

Jörð skalf í Bárðarbungu í morgun

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bárðarbunga í fjarska.
Bárðarbunga í fjarska. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti sem mældist 3,3 stig reið yfir í Bárðarbungu í morgun.

Að sögn sérfræðings hjá Veðurstofu Íslands varð skjálftinn þegar klukkuna vantaði ellefu mínútur í sex og átti hann upptök sín í norðanverðri öskju fjallsins. 

Hann bætir síðan við að skjálftar af þessari stærð séu nokkuð reglulegir í Bárðarbungu og ekki er ljóst hvort hann hafi fundist í byggð. 

Að öðru leyti virðist hafa verið nokkuð rólegt á skjálftavaktinni frá miðnætti miðað við kort Veðurstofunnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×