Innlent

Æt blóm í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Þórður og Áslaug, sem reka og eiga einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi.
Þórður og Áslaug, sem reka og eiga einu garðyrkjustöðina á Snæfellsnesi. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Eina garðyrkjustöðin á Snæfellsnesi gerir það gott en hún framleiðir meðal annars salöt og æt blóm, ásamt því að vera með kaffihús með gómsætum hnallþórum.

Það eru þau Áslaug Sigvaldadóttir og Þórður Runólfsson, sem eiga og reka stöðina og hafa gert það síðustu ár. Salat fyrir Snæfellinga er uppistaðan í ræktuninni, sem er vatnsræktun.

„Við erum ekki tæknivædd, þetta er allt á höndum, þannig að við þurfum að passa þetta reglulega. Þórður er eiginlega vakandi og sofandi yfir þessu alla daga og sér um áburðargjöfina og loftunina og allt, sem snýr að því húsi. Ég aftur á móti sái og pakka,“ segir Áslaug.

Eins og allt salat þá er það borðað með góðri lyst, en í Lágafelli eru líka ræktuð blóm, sem má borða með góðri lyst.

Áslaug segir meira en nóg að gera í einu garðyrkjustöðinni á Snæfellsnesi.Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Já, fólk er svolítið hrætt við að borða blóm af því að það heldur að þau séu eitruð eða eitthvað en salat og margt af þessu, sem við erum að borða eru blómin, eins og blómkál, það er í rauninni blómið af kálinu,“ bætir Áslaug við.

Það er mikil vinna að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.

„Þetta er náttúrulega eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn allt lífið á meðan þú starfar við, því þú þarft að sinna þessu dag og nótt. Þú mátt ekkert fara af bæ eina nótt, þú veist ekkert hvað getur gerst, getur vatnið dottið af salatinu eða eitthvað annað komið uppá,“ segir Þórður.

Þórður Runólfsson segir að það sé eins og að vera með tveggja mánaða ungabarn að reka garðyrkjustöð eins og Lágafell.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Áslaug og Þórður eru líka með kaffihús og gallerí við gróðrarstöðina þar sem boðið er upp á hnallþórur af bestu gerð.

Áslaug með eina af kökunum í kaffihúsi þeirra hjóna, eplakaka með trönuberjum.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hér er hægt að sjá upplýsingar um garðyrkjustöðinaAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.