Ríkið leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. júní 2022 18:40 Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður og Erla Bolladóttir. Vísir/Ívar Settur ríkissaksóknari leggst gegn endurupptöku á máli Erlu Bolladóttur. Lögmaður Erlu furðar sig á umsögninni í ljósi fyrri yfirlýsinga stjórnvalda. Erla segir umsögnina áfall og lýsandi fyrir það virðingarleysi sem henni hafi verið sýnt. Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“ Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Endurupptökunefnd ákvað árið 2017 að mál allra sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu skyldu fara aftur fyrir dómstóla, nema mál Erlu Bolladóttur. Hún stefndi ríkinu og það var tilfinningaþrungin stund í Héraðsdómi Reykjavíkur nú í byrjun árs þegar dómurinn ógilti áðurnefndan úrskurð endurupptökunefndar. Erla fór að nýju fram á endurupptöku í mars og í síðustu viku skilaði settur ríkissaksóknari umsögn um beiðnina. „Og leggst í rauninni gegn endurupptöku. Eða byggir á því að skilyrði fyrir endurupptöku séu ekki fyrir hendi, það er að segja að hún hafi ekki sýnt fram á að þau væru fyrir hendi í málinu,“ segir Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Erlu. Áttu von á því að ríkið mælti með endurupptöku Það er jafnframt mat setts ríkissaksóknara að of mikið sé gert úr sálfræðimati Gísla Guðjónssonar og Jóns Friðriks Sigurðssonar á Erlu í beiðninni. Því er alfarið hafnað að matið geti talist til nýrra upplýsinga sem leiða ættu til endurupptöku. Sigrún kveðst beinlínis undrandi á afstöðu setts ríkissaksóknara. „Þetta eru auðvitað mjög mikil vonbrigði og við áttum hreinlega von á því að ríkið myndi mæla með endurupptöku í ljósi alls þess sem á undan er gengið. Mér hefði þótt það eðlilegast, bæði í framhaldi af héraðsdómi og í framhaldi af yfirlýsingum yfirvalda um þetta atriði,“ segir Sigrún. Nú þurfi að takast á um það hvort skilyrði fyrir endurupptöku séu fyrir hendi. Allt kapp verði lagt á að fá málið tekið upp að nýju svo Erla fái réttláta málsmeðferð fyrir dómi. „En auðvitað flækir það málið að aðilar séu ekki sammála um að það sé rétt niðurstaða,“ segir Sigrún. Snýst um réttlæti Sjálf segir Erla umsögnina mikil vonbrigði. „Þetta mál er miklu stærra en ég. Þetta snýst ekki um mína persónu, mín persónulegu mál. Og því síður snýst þetta um peninga. Það hefur aldrei gert það. Þetta snýst bara um að réttlætið fái að sigra í þessu máli,“ segir Erla. „Það er svo takmarkalaust virðingarleysi sem ríkir í allri framkomu við mig. Það talar aldrei neinn við mig. Menn fá alls konar fresti, 33 mánuðir hjá endurupptökunefnd til dæmis, og ég er aldrei spurð. Það er eins og þetta komi mér ekki við nema þegar á að fara að dæma mig.“
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Dómsmál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira