Skotárásin sem gerð var á hinsegin skemmtistað í miðborg Oslóar í nótt er talin vera hryðjuverk öfgafulls íslamista. Tveir létust og fjórtán særðust. Íslendingur í Noregi óttaðist um hinsegin vini sína og segir skilning fyrir því að gleðigöngu hafi verið frestað. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 og verðum í beinni útsendingu frá minningarstund Samtakanna '78 í Norræna húsinu.
Kona sem svipt var reynslulausn og kölluð aftur í fangelsi árið 2018 segir síðustu tvö ár afplánunar hafa verið helvíti. Hún hefur stefnt íslenska ríkinu fyrir það sem hún kallar ólögmæta frelsissviptingu. Á sakaskrá konunnar er eitt stærsta fíkniefnamál síðari tíma á Íslandi.
Við ræðum við þingmann Sjálfstæðismanna sem hefur kallað eftir fundi í samgöngunefnd Alþingis um uppbyggingarmál á Reykjavíkurflugvelli. Hann telur ólíklegt að Nýi Skerjafjörður rísi í þeirri mynd sem borgin vill og undrast það að Framsóknarmenn séu orðnir móttækilegri fyrir hugmyndinni.
Og hvar er Magnús Hlynur? Hann er staddur í litlu sjávarþorpi á Norðurlandi, þar sem framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxushótel. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.