Innlent

Sam­­­skipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm

Reykja­víkur­borg hefur fallist á að fresta á­formum sínum um út­hlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerja­firði á meðan starfs­hópur inn­viða­ráðu­neytis skoðar á­hrif hennar á flug­öryggi. Odd­viti Fram­sóknar­flokksins í borginni segir vont að málið fresti upp­byggingu á fé­lags­legu hús­næði.

Inn­viða­ráð­herra hefur nú skipað starfs­hóp til að greina það hvort upp­bygging nýja hverfisins í Skerja­firði ógni flug­öryggi eins og Isavia og ráðu­neytið hafa haldið fram.

Hingað til hefur borgin þver­tekið fyrir að það sé rétt.

„Við teljum þau á­hrif ekki hafa mjög mikil á­hrif á flug­völlinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þor­steins­son, odd­viti Fram­sóknar­flokksins og starfandi borgar­stjóri.

Dagur B. Eggerts­son, borgar­stjóri sem er í sumar­fríi, hefur hingað til verið mjög ó­sam­mála inn­viða­ráð­herra um rétta borgarinnar til að ráðast í upp­byggingu á svæðinu.

Framsókn nú beggja vegna borðsins

Það að borgin sé nú til­búin að fresta upp­byggingunni á meðan málið er rann­sakað frekar telur ráð­herrann marka kafla­skipti í sam­skiptum ríkis og borgar.

Hans flokkur er enda kominn í borgar­stjórn. Þakkar ráð­herrann honum þessa við­horfs­breytingu?

„Eigum við ekki bara að segja að þau sam­skipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru tals­vert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhanns­son.

Er það vegna þess að Fram­sóknar­flokkurinn er beggja vegna borðsins?

„Ég skal ekkert segja um það en þetta er alla­vega eðli­legt sam­starf milli höfuð­borgarinnar, sem hýsir aðal­innan­lands­flug­völl landsins, og ríkisins sem hefur auð­vitað á­byrgð og á­hyggjur af því að það sama innan­lands­flug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi.

Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis

Fram­sókn í borginni telur málið þó ó­heppi­lega seinkun á byggingu hús­næðis.

„Þetta hefur þau á­hrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúru­lega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu í­búðar­hús­næðis og sér­stak­lega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er fé­lags­stofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú upp­bygging sem fellur undir hag­kvæmt hús­næði,“ segir Einar Þor­steins­son.

Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm

Ráð­herrann er sam­mála honum þar.

„Sem ráð­herra hús­næðis­mála þá hvet ég auð­vitað til sem mestrar upp­byggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninn­viða í sam­göngu­kerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi.

Þannig þú ert ekki á móti á­formunum um nýjan Skerja­fjörð sem slíkum?

„Ég hvet nú heldur til hús­byggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa á­hrif á grund­vallar inn­viði eins og megin­innan­lands­flug­völl okkar Ís­lendinga,“ segir hann.

Hann vonar að starfs­hópurinn, sem á að skila af sér niður­stöðum 1. októ­ber næst­komandi finni leið til upp­byggingar án þess að hún ógni flug­öryggi á Reykja­víkur­flug­velli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×