Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að bæði ökumaður og farþegi verði handteknir og vistaðir í fangageymslu þegar þeir hafa fengið aðhlynningu á bráðadeild.
Flytja þurfti bílinn af vettvangi og kalla til starfsfólk Orkuveitunnar vegna tjóns sem varð á ljósastaur við bílveltuna.
Á mynd sem fréttastofu var send af vettvangi virðist slysið hafa átt sér stað rétt vestan við mislæg gatnamót við Hringbraut og Bústaðarveg.