Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 21:30 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47