Innlent

Róbert Downey látinn

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Róbert Downey
Róbert Downey

Róbert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson er látinn 76 ára að aldri. 

Samkvæmt Íslendingabók lést Róbert þann 19. júní síðastliðinn en hann var búsettur á Spáni síðustu ár ævi sinnar.

Róbert var dæmdur árið 2008 í þriggja ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórum unglingsstúlkum. Þá var hann aftur kærður fyrir kynferðisbrot árið 2017.

Róberti Downey og Hjalta Sigurjóni Haukssyni var báðum veitt uppreist æru sama dag, 16. september 2016. Um það sköpuðust heitar umræður í samfélaginu sem að lokum leiddi að lokum til þess að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartar framtíðar sprakk. Það gerðist eftir að Sigríður Á Andersen upplýsti í beinni útsendingu á Stöð 2 hvenær Bjarni Benediktsson vissi af þætti föður hans í málinu.  


Tengdar fréttir

Forsetinn miður sín vegna máls Roberts Downey

„Ég er bara eins og aðrir Íslendingar, held ég, að þegar kynferðisafbrot eru annars vegar þá vill maður helst að brotamaðurinn sé læstur inni og lykllinum hent.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×