Þetta eru heitustu pottarnir á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2022 20:00 Samkvæmt gagnaöflun fréttastofu eru heitustu pottarnir í Laugardalslaug og á Seltjarnarnesi þeir heitustu á höfuðborgarsvæðinu - og sá heitasti í Vesturbæjarlaug fylgir fast á hæla þeirra. Heitasti potturinn er sá eini sem virkar á lúna líkama, að mati gesta Vesturbæjarlaugar sem fagna opnun hans eftir yfirhalningu. Almennt myndist einstök stemning í heitustu pottum borgarinnar - og við komumst að því hvar þann allra heitasta er að finna. „Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5 Sundlaugar Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
„Það eru margir sem koma hingað sérstaklega til að fara í þennan pott,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðuman Vesturbæjarlaugar. Og manstu eftir viðlíka viðbrögðum og þegar þið tilkynntuð að búið væri að opna hann aftur? „Nei, ég hef held ég aldrei fengið jafn mörg „like“ á jafnstuttum tíma og þegar ég tilkynnti á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar að hann væri búinn að opna. Þannig að það var mikil gleði.“ Og undir þetta taka fastagestirnir sjálfir. Hið hefðbundnara pottahitastig, 38-40 gráður, sé einfaldlega of lágt. Viðtöl við pottverja má sjá í fréttinni hér fyrir neðan. En hver er heitastur? Heitasti potturinn í Vesturbæjarlaug mælist yfirleitt 43,5 gráður. En er hann sá heitasti á höfuðborgarsvæðinu, eins og margir gestir laugarinnar vilja meina? Fréttastofa hafði samband við allar sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu og samkvæmt þeirri gagnaöflun mælast pottar í sjö sundlaugum að staðaldri 43 gráður eða heitari; í Suðurbæjarlaug, Lágafellslaug, Grafarvogslaug, Dalslaug, Vesturbæjarlaug - og á toppnum tróna pottarnir í Sundlaug Seltjarnarness og Laugardalslaug – 44 stig hvor. Kulsæknir íbúar höfuðborgarsvæðisins vita þá hvert skal sækja skilvirkustu upphitunina. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir dæmigert hitastig heitustu potta sundlauga höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt upplýsingum frá sundlaugunum sjálfum: Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Álftaneslaug - 41 Árbæjarlaug – 42 Ásgarðslaug – 42 Ásvallalaug – 41 Breiðholtslaug – 41 Dalslaug – 43+ Grafarvogslaug – 43 Klébergslaug – 42 Laugardalslaug – 44 Lágafellslaug – 43 Salalaug – 41 Seltjarnarneslaug – 44 Suðurbæjarlaug – 43 Sundhöll Hafnarfjarðar – 42 Sundhöllin – 42 Sundlaug Kópavogs – 41 Varmárlaug - 42 Vesturbæjarlaug – 43,5
Sundlaugar Reykjavík Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira