Skólabyrjun seinkað í von um bættan svefn barna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 23. júní 2022 10:43 Snædís Valsdóttir er skólastjóri Vogaskóla. Reykjavíkurborg Nemendur á unglingastigi í Vogaskóla munu mæta klukkan 9:10 í skólann í stað 8:30 líkt og undanfarin ár. Um er að ræða tilraunaverkefni þar sem skoðað verður hvaða áhrif seinkun skólabyrjunar hefur á svefn, líðan og nám nemenda. Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum. Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Reykjavíkurborgar. Snædís Valsdóttir, skólastjóri í Vogaskóla, segir verkefnið spennandi. „Okkur fannst áhugavert að kanna hvort þetta gæti orðið okkar unglingum til hagsbóta. Þetta er náttúrulega bara tilraunaverkefni til eins árs og það er alltaf hægt að snúa til baka ef svo ber undir,“ er haft eftir Snædísi. Hún segir líkamsklukku unglinga vera þannig að þeir eigi betra með að sofna seinna og sofa aðeins lengur fram eftir. „Sumir óttast að tilraunin verði bara til þess að þeir fari seinna að sofa í stað þess að fá meiri svefn en rannsóknir benda til að þetta verði betri svefntími sem nýtist þeim betur. Meiri og betri gæðasvefn.“ Mikið í húfi Í fréttatilkynningu er einnig fjallað um rannsóknir sem sýna að helmingur nemenda í 10. bekk fái ekki nægan nætursvefn eða sjö klukkustundir eða meira. Fram kemur í gögnum frá Betri svefni að börn og unglingar sem sofa of stutt eigi erfiðara með einbeitingu, glími frekar við minnistruflanir, depurð og kvíða, nái sér frekar í pestir, hreyfi sig minna, séu frekar í ofþyngd og sýni aukna áhættuhegðun. Snædís segir erlendar rannsóknir sýna að þegar skólabyrjun sé seinkað lengist svefn unglinga. „Rannsóknir hafa líka sýnt að börn sem fá góðan svefn líður betur. Þau eru hraustari, eiga auðveldara með nám og stunda frekar íþróttir og hreyfingu. Þau upplifa síður kvíða og depurð, eiga auðveldara með félagsleg tengsl og eru almennt hamingjusamari. Það verður spennandi að sjá hvernig þetta kemur út,“ sagði Snædís að lokum.
Svefn Skóla - og menntamál Reykjavík Grunnskólar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31 Mest lesið Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
Segir íslensk börn fara allt of seint að sofa „Þetta er bara vandamál hjá íslensku þjóðinni í dag. Börn eru að fara allt of seint að sofa,“ segir Ásgerður Guðmunds hjá Vinnuheilsu í viðtali við Ósk Gunnars á FM957. Hún segir ábyrgðina liggja hjá fullorðna fólkinu. 10. nóvember 2021 15:31