Innlent

Tvö innbrot þar sem búðarkössum var stolið

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.
Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í nótt grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Vísir/Vilhelm

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í gærkvöldi og nótt tvær tilkynningar er vörðuðu innbrot í verslun og fyrirtæki. Atvikin áttu sér stað í póstnúmerum 103 og 109 en í báðum tilvikum voru búðarkassar með skiptimynt hafðir á brott.

Flest verkefni næturinn vörðuðu hins vegar ökumenn undir áhrifum en tveir voru stöðvaðir fyrir of hraðan akstur.

Í fyrra tilvikinu var um að ræða 17 ára ökumann sem fór á 116 km/klst þar sem hámarkshraði er 80 km/klst og í hinu einstakling sem grunaður er um að hafa verið undir áhrifum fíkniefna, sem var á 113 km/klst þar sem hámarkshraðinn er 80 km/klst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×