Lífið

Júlí Heiðar og Þórdís Björk trúlofuð

Elísabet Hanna skrifar
Þau deildu sætum myndum frá trúlofuninni.
Þau deildu sætum myndum frá trúlofuninni. Skjáskot/Instagram.

Leikararnir Júlí Heiðar og Þórdís Björk eru trúlofuð. Þau greindu frá því í sameiginlegri færslu á Instagram og bað hann hennar í uppáhalds byggingunni þeirra, Samkomuhúsinu á Akureyri.

Parið var sam­an í bekk á leik­arabraut­ Lista­há­skól­a Íslands og höfðu lengi verið vinir áður en ástin tók völd. Júlí og Þórdís léku þau sam­an í leik­rit­inu Vorið vakn­ar árið 2020 hjá Leik­fé­lagi Ak­ur­eyr­ar sem tengist staðsetningunni þar sem bónorðið var borið upp.

Seinnihluta síðasta árs flutti fjölskyldan í Vesturbæinn þar sem þau hafa komið sér vel fyrir. Þórdís og Júlí eiga bæði drengi úr fyrri samböndum.


Tengdar fréttir

Ástin sigraði þegar Sólbjört og Einar trúlofuðu sig

Ástin virðist hafa sigrað en dansarinn Sólbjört Sigurðardóttir og Einar Stefánsson sem er trommarinn í Hatara og gítarleikari Vök voru að trúlofa sig. Spurningin var borin upp á sjálfan Valentínusardaginn svo rómantíkin hefur verið allsráðandi hjá þeim á deginum.

Katrín Edda trúlofaðist á fjalli á Mallorca

Samfélagsmiðlastjarnan og vélaverkfræðingurinn Katrín Edda Þorsteinsdóttir er trúlofuð. Kærasti hennar, Markus Wasserbaech, fór á skeljarnar þegar þau voru í fríi á Mallorca. 


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.