Lífið

Jóhann Berg og Hólmfríður gengu í það heilaga í dag undir berum himni

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Parið játaðist hvoru öðru undir berum himni á Suður Spáni í dag. 
Parið játaðist hvoru öðru undir berum himni á Suður Spáni í dag.  Instagram/johannberggudmundsson

Knattspyrnukappinn Jóhann Berg Guðmundsson og lögfræðingurinn Hólmfríður Björnsdóttir gengu í hnapphelduna í dag og var athöfnin haldin á hótelinu La Finca Resort á Suður Spáni. 

170 manna veisla undir berum himni

Parið trúlofaði sig árið 2018 og eiga þau saman tvö börn, stúlku fædda 2016 og dreng fæddan 2020. 

Fjölskyldan er nú búsett í Bretlandi þar sem Jóhann leikur með enska liðinu Brunley. 

Bónorðið bar Jóhann upp í Grikklandi og en samkvæmt viðtali sem Fréttablaðið tók við parið á dögunum var bónorðið látlaust og fallegt.

Brúðkaupsgestirnir voru um 170 talsins og fór athöfnin fram undir berum himni. 

Samkvæmt Instragram sögu Jóhanns er brúðkaupið ein allsherjar veisla og mikil gleði. 


Tengdar fréttir

Frægir fjölguðu sér árið 2021

Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá.

Jóhann Berg og Hólmfríður trúlofuð

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson og Hólmfríður Björnsdóttir eru trúlofuð en Hólmfríður greindir frá þessu á Facebook-síðu sinni.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.