Lífið

Björgvin Páll selur húsið sitt með gufu á pallinum

Elísabet Hanna skrifar
Húsið er bjart og fallegt.
Húsið er bjart og fallegt. Samsett/Eignamyndir/ Vísir

Handboltamaðurinn Björgvin Páll Gústavsson hefur sett fallega parhúsið sitt og fjölskyldu sinnar á sölu. Húsið er staðsett í póstnúmerinu 108 og er með glæsilegu útsýni yfir Esjuna frá svefnherberginu. 

Húsið er 199,1 fermetrar og þar af er 25,5 fermetra bílskúr. Ásett verð er 132.990.000 krónur samkvæmt fasteignavef Vísis. Heimilið er fimm til sex herbergja en búið er að útbúa aukaherbergi. Húsið er nýlegt og vel staðsett en frekari upplýsingar er hægt að nálgast hér.

Alrýmið er bjart og opið.Eignamyndir
Eignamyndir
Baðherbergið er rúmgott.Eignamyndir
Veröndin er með heitum og köldum potti ásamt gufu.Eignamyndir
Hér er búið að útbúa æfingaaðstöðu í bílskúrnum og fá treyjurnar að skreyta rýmið.Eignamyndir
Notalegt svefnherbergi.Eignamyndir
Útsýnið úr svefnherberginu.Eignamyndir

Tengdar fréttir


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.