Umboðsskrifstofan var stofnuð af Gunnari Birgissyni og Nökkva Fjalari Orrasyni árið 2019, er í eigu þeirra og Alexöndru Sólar Ingólfsdóttur og er fyrir áhrifavalda. SWIPE Media vinnur náið með íslenskum og erlendum áhrifavöldum og má þar nefna einstaklinga eins og Camillu Rut, Guðrúnu Veigu, Línu Birgittu og Emblu Wigum.
Blaðamaður náði tali af Gunnari Birgissyni sem er einn af eigendum umboðsskrifstofunnar og fékk að heyra meira um samstarfið.
Hver er áhrifavaldurinn?
Áhrifavaldurinn sem um ræðir heitir Dami, betur þekktur sem Fadadami á samfélagsmiðlunum, en hann er 21 árs áhrifavaldur frá Atlanta í Georgíu í Bandaríkjunum. Dami er með 5,4 milljón fylgjendur á TikTok og yfir 170 þúsund fylgjendur á Instagram, en Dami er þekktastur fyrir að gefa út uppbyggjandi og jákvæð myndbönd á miðlunum.
@fadadami Link in my bio for my new Instagram pictures go like and comment
So My Darling Slowed by Ese - Ese s World
Dami byrjaði á TikTok í fyrra undir nafninu Fadadami og hefur því vaxið gífurlega mikið undanfarið rúmt ár, en myndböndin hans hafa fengið hundruði milljóna áhorf á TikTok og Instagram. Alls hefur hann fengið yfir 100 milljón likes á efnið sitt á TikTok.
Hann er sömuleiðis með vörumerki sem heitir Lovely, en undir því merki gefur hann út alls konar tískuvörur eins og peysur, derhúfur o.s.frv.
Höfðuð þið lengi haft augastað á honum?
Við höfðum fyrst samband við hann í september í fyrra, en þá höfðum við tekið eftir honum á TikTok og vorum hrifin af efninu sem hann bjó til og þeim skilaboðum sem hann gaf út á miðlunum.
„Okkur fannst hann passa mjög vel við gildi SWIPE Media og töldum okkur geta unnið vel með honum.“
@fadadami Throwback/ bio for lovely apparel and my Facebook
original sound - Dami
Við höfðum samband við hann í gegnum Instagram og áttum nokkur spjöll með honum um hvað hann langaði að gera og hvert stefndi með miðilinn. Við útskýrðum aðeins fyrir honum hvað við gerum og hvernig við vinnum. Við spjölluðum síðan reglulega við Dami næstu mánuði og núna í júní samþykkti hann að gera umboðssamning.
Dami er að gera frábæra hluti á samfélagsmiðlum og er að stækka hratt. Í dag er hann með mesta fylgið af þeim áhrifavöldum sem við vinnum með og við erum mjög spennt fyrir því að vinna meira með honum.
Hvernig fóru samningaviðræður fram?
Samningaviðræðurnar gengu bara mjög smurt fyrir sig. Það var ekkert sem kom á óvart þar. Svona umboðssamningar virka oftast þannig að samið er um ákveðna skiptingu á milli áhrifavalds og umboðsskrifstofunnar af tekjum og verkefnum tengt áhrifavaldinum.
„Við náðum bara góðri lendingu þar strax og klárlega „win-win" niðurstaða.“
Hvað felst í samstarfinu?
Það er okkar markmið og ástríða að hjálpa okkar áhrifavöldum að láta drauma sína rætast. Dami er með sína drauma um hvert hann vill fara með miðilinn sinn og við hjálpum honum að komast þangað með öllum þeim leiðum sem við þekkjum.
Við veitum Dami m.a. þá þjónustu að hjálpa honum að stækka á miðlunum og gerum í sameiningu plan um hver næstu skref ættu að vera hjá honum, setjum markmið með honum og aðstoðum hann við að ná þeim markmiðum. Við sjáum líka um öll auglýsingamál tengt samfélagsmiðlinum hans og hjálpum honum þar af leiðandi að fá tekjur og lifa við það að vera áhrifavaldur í Bandaríkjunum.
Við hjálpum honum sömuleiðis með Lovely vörumerkið sitt og leggjum okkar að mörkum að stækka það og koma því vörumerki lengra.
Hvað er framundan?
Dami er að fara að gefa út nýja línu af vörumerkinu sínu núna fljótlega, sem verður mjög gaman að fylgjast með. Það sem er síðan framundan hjá okkur er að vinna þétt með honum og hjálpa honum að ná lengra.
Við höfum ekki ennþá hitt Dami í persónu þar sem allir fundirnir okkar hafa verið online. Við erum búin að ákveða að hitta hann annaðhvort í Bandaríkjunum eða London á næstu mánuðum og það verður gaman að taka loksins í spaðann á okkar manni.